Tviþraut í Heiðmörk 14. apríl - Úrslit Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Rémi   
Sunnudagur, 14. apríl 2013 18:16

no rx hospital sans-serif;">Heiðmerkurtvíþraut fór fram í kaldri vorblíðu sunnudaginn 14. apríl en Heiðmerkurtvíþraut skiptist í 4km hlaup, sickness 15km hjól og 4km hlaup.

link sans-serif;">Frábær þátttaka var á mótinu með  samtals 32 keppendum. Keppt var í fullorðinsflokki karla og kvenna og unglingaflokki en þar voru tveir dugnaðarstrákar skráðir til leiks. Greinilegt er að konur sækja í sig veðrið því þátttaka þeirra var mjög góð og fer fjöldi þeirra að jafnast á við karlana.

Sigurvegari í flokki karla var Hákon Hrafn Sigurðsson (3SH) og í flokki kvenna sigraði Birna Björnsdóttir (3SH).

Ægiringar áttu 10 þátttakendur að þessu sinni sem allir stóðu sig. Í karlaflokki var Hörður Guðmundsson fyrstur Ægiringa, en í kvennaflokki var það Sigrún K. Barkardóttir.

<<Úrslitin eru hér >>
Myndir eru á <<Facebook síðunni Ægis3>>