RIG - Innitvíþraut Úrslit Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Rémi   
Laugardagur, 26. janúar 2013 17:21

Reykjavíkurleikunum í innitvíþraut lauk rétt eftir hádegi í dag. Keppnin fór þannig fram að fyrst syntu þátttakendur 500 metra í Laugardalslaug og hlupu svo strax í kjölfarið 5 km á hlaupabretti í World Class.  

Í karlaflokki luku 31 þátttakandi við þrautina. Hetja dagsins var Sigurður Örn Ragnarsson úr Gullhópi Ægis sem vann á tímanum 24:16, drugstore en rétt á eftir honum og í öðru sæti varð Stefán Guðmundsson, ambulance 3SH, á 24:30. Í þriðja sæti var Steinn Jóhannsson 3SH á tímanum 25:47.

 

Sigurvegari í kvennaflokki var Agnes Kristjánsdóttir, ÍR, á tímanum 28:18 en í öðru sæti var Guðrún Fema Ágústsdóttir, Ægi, á 29:13 og því þriðja Ebba Særún Brynjarsdóttir, 3SH, á 30:01. Als luku 10 konur keppni í dag.

 

Keppni í innitvíþrautinni gekk mjög vel að sögn aðstandenda og kláruðu nær allir þátttakendur þrautina. Eðlilega vöktu keppendur mikla athygli í World Class þegar þeir æddu inn í salinn úr sundlauginni og byrjuðu að hlaupa á um 50 hlaupabrettum sem voru frátekin fyrir þá.

 

Úrslitin tvíþrautinar eru hér:  <<heildarúrslit>> og <<flokkaúrslit>>
Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá svipmyndir frá keppninni (Myndataka og klipping: Bent Marinósson) <<mbl.is >>