Hjólajakkar Ægis3 Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Rémi   
Föstudagur, 07. desember 2012 14:31

Stjórn Ægis3 hefur um nokkurt skeið unnið að því að finna heppilegan hjóla búning fyrir félagið.  Niðurstaða er fengin í málið og leggjum við til að félagsmenn kaupi  bláan hjólajakka sem heitir Lerro – frá spænska fyrirtækinu Etxeondo og síðan svartar buxur við (ef þið eigið þær ekki nú þegar). Jakkinn er eingöngu til í karlasniði en gengur ljómandi vel fyrir konur líka. Etxeondo  framleiðir einnig flottar hjólabuxur af ýmsum gerðum. 

 

Smella <<hér>>  fyrir myndir af gallanum.

 

Jakkarnir eru seldir í TRI á Suðurlandsbraut 32, price see en þar má einnig fá svartar hjólabuxur.


Tilboðsverð: 27.990 kr.


Við vekjum athygli á því að númerin eru mjög lítið og jafnvel nettustu konur geta þurfa Large.

Þeir sem hyggjast kaupa sér jakka eru hvattir til leggja inn pöntun en gott er að kíkja í TRI og máta og finna út stærðir áður.  Stærðir eru frá Small upp í XXXLarge. Jakkarnir verða svo merktir nafni  eiganda og merki Ægi3 síðar.

Það verður hægt að máta jakkana fyrir power prófið sem við höldum á morgun 8. des.

Siðan skráið pöntun á << eftirfarandi slóð>> fyrir miðvikudaginn 12. desember.

 

<<Hér>>má sjá umræddan jakka.

Þynnri  jakkinn er einnig í boði fyrir þá sem það kjósa - Smella <<hér>>.

 

Stjórnin