Ægiringar í Bláalónsþrautinni á fjallahjóli Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Rémi   
Mánudagur, 13. júní 2011 12:55

16. útgáfa af Bláalónsþrautinni á fjallahjóli var haldið sunnudaginn 12. júní.

Hjólað var 57km frá Hafnarfirði til Bláalónssins í gegnum Djúpavatnsleið og Grindavik. Alls voru 430 hjólreiðamenn skráðir og af þeim voru 13 Ægiringar.

Veðrið var eins best og gat verið og þetta var frekar hröð keppni.

Hafsteinn Ægir Geirsson úr HFR kom fyrst í mark á 1:52:07 og fyrsta konan var Ægiringur María Ögn Guðmundsdóttir sem kláraði leiðina í 2:07:48. Þetta er einnig besti tími kvenna allra tíma í þessari keppni.

Bæði Hafsteinn og María Ögn voru í Liechtenstein í LIE games í íslenska hjólreiðalandsliðinu.

Fyrsti Ægiringur var Vignir Þór Sverrisson á tíma 2:01:08. Vignir er að undirbúa Iron Man í Florida næsta haust og er verulega sterkur íþróttamaður í öllum þremur greinum.

 

Ægiringar sem voru í keppninni voru:

Konur:

María Ögn Guðmundsdóttir - 2:07:08

Corrina Hoffmann - 2:40:52

Sigurbjörg Jóhannesdóttir -2:41:26

Hulda Björk Pálsdóttir - 2:56:09

 

Karlar:

Vignir þór Sverisson - 2:01:08

Einar Finnur Valdimarsson - 2:13:08

Jóhann Örn Þórarinnsson - 2:14:25

Rémi Spilliaert - 2:16:56

Oddur Kristjánsson - 2:17:40

Magnús Ragnarsson - 2:33:04

Hávar Sigurjónsson - 2:33:10

Hartmann Bragason - 2:41:45

Sigurður H. Sigurðarson - 2:51:39

Úrslit og myndir eru á heimasíðu Hjólreiðafélags Reykjavíkur