Guðlaug þóra úr Ægi3 vann Þorláksmessusundið Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Rémi   
Mánudagur, 23. desember 2013 13:48

Þorláksmessusundið var haldið 23. sinn í morgun í Sundlaug Kópavogs.

Atburðurinn er haldinn á vegum Breiðabliks og Þríkó þar sem syntir eru 1500m í útilauginni.

Þátttakendur voru samtals 62  í karla og kvennaflokki og þar af 17 sundmenn frá Ægi.

Ægis konur komu sáu og sigruðu þar sem tvær af þeim voru á verðlaunapalli. Í fyrsta sæti í kvennaflokki varð Guðlaug Þóra Marinósdóttir, pill ampoule sem æfir með þríþrautarhópnum á glæsilegum tíma, pills 22:29. Helga Sigurðardóttir úr garpahópnum varð í 3. sæti á 22:36.

Í karlaflokki vann ólympíumeistarinn úr Fjölni Jón Margeir Sverrisson á tímanum 17:54. Fyrstur karla úr Ægi var garpurinn Rémi Spilliaert á tímanum  24:56.

 

Úrslitin má finna <<hér>>