Kæra dagbók..Dagur 1... Prentvæn útgáfa
Laugardagur, 05. júní 2010 20:13
Canet_iris_joh_dilja

Við vöknuðum kl.  korter í 8 eftir langan ferðadag. Við fórum og fengum okkur ljúffengan morgunmat. Svo fórum við á æfingu kl.9, recipe æfingin var 3 km. Það var glampandi sól og steikjandi hiti (25°C í skugga). Eftir það fórum við að versla  á stórmarkaði og keyptum pínu narsl til að narta í á milli mála. Þegar við vorum komin aftur á hótelið fórum við í hádegismat og það var ekkert spes matur nema eftirrétturinn (sem var frönsk hrísmjólk). Svo fórum við á æfingu í steikjandi hita (39°C-41°C)og syntum 4,2 km, eftir æfingu fengum við okkur að borða og fórum svo í sundlaugarnar (2) á hótelinu, þar var steikjandi hiti og mikið stuð, við vorum alveg að kafna úr hita (38°C) . Síðan fórum við upp á hótelherbergi og byrjuðum að laga til. Við sáum slöngu og 2 eðlur úti og ein eðlan stökk upp á fótinn hennar Diljár (haha Laughing). Um 7 leytið  fengum við okkur kvöldmat sem var franskt pasta og meðlæti. Eftir kvöldmat verða veitt verðlaun fyrir snyrtilegasta herbergið , svo ættlum við að horfa á The Orphan með gúmmilaði.Góða nótt.

Kærar kveðjur frá skvísunum í herbergi ............nr.26 Cool

Írza, Dillza & Jóhannza

Ps. Við eignuðumst nýja vini  - maurana út á svölunum.