Stórmót SH fór fram um helgina Prentvæn útgáfa
Sunnudagur, 24. október 2010 21:53

Ágætis árangur náðist á SH-mótinu um helgina.

Flestir eru þreyttir eftir erfiðar æfingar að undanförnu og kannski ekki að synda á sínum bestu tímum. Margir eru þó að ná að synda nálægt sínum bestu tímum sem lofar mjög góðu fyrir Íslandsmeistaramót sem fram fer eftir þrjár vikur. Auk þess er stutt síðan þau kepptu á síðasta móti.

Ægiringar voru áberandi á verðlaunapalli í lok móts þegar gefið ver fyrir stigahæstu sund mótsins.

Í opnum flokki átti Jakob Jóhann stigahæsta sundið 802 stig fyrir 100m bringusund og Anton Sveinn í öðru með 669 stig fyrir 400m skriðsund. Í kvenna flokki varð Eygló Ósk í örður sæti 729 stig fyrir 200m fjórsund.

Í Piltaflokki var Anton Sveinn í fyrsta sæti með 669 stig fyrir 400m skriðsund og Birkir Snær í öðru sæti með 652 stig fyrir 1500m skriðsund. Í Stúlknaflokki varð Eygló Ósk í fyrsta sæti með 729 stig fyrir 200m fjórsund og Karen Sif í þriðja sæti með 657 stig fyrir 100m skriðsund.

Í Telpnaflokki var Rebekka Jaferian stigahæst með 648 stig fyrir 800m skriðsund og Íris Emma í þriðja sæti með 526 stig fyrir 200m fjórsund.

Í Sveinaflokki varð Elvar Smári Einarsson stighæstur með 305 stig fyrir 50m bringusund.

Auk þess má geta að Anton Sveinn og Eygló Ósk syntu undir NMU-lágmarki.

>>> Úrslit Ægiringa á SH-móti.