Góður árangur á Fjölnismóti Prentvæn útgáfa
Sunnudagur, 01. nóvember 2009 22:14

eyglo_oskGóður árangur náðist á Fjölnismótinu um helgina.  Um sjötíu ungir og efnilegir sundkappar frá Sundfélaginu Ægi stungu sér til sunds um helgina.  Allir stóðu sig með sóma og flest allir að bæta sína bestu tíma. 

Eygló Ósk Gústafsdóttir setti tvö telpnamet.  Fyrst í 800m skriðsundi er hún synti á tímanum 8.56, mind 13 og svo í 100m baksundi í dag er hún synti á tímanum 1:03, cialis 87 og sló 12 ára gamalt met sem Kobrún Ýr Kristjánsdóttir átti.

Í lok móts fengu Eygló og Jakob bikar fyrir stighæstu sundin. Eygló Ósk var stighæst í Telpnaflokki og Jakob Jóhann  í Karlaflokki.

Bronshópur og Höfrungar stóðu sig alveg frábærlega vel.  Flest allir að bæta sig og jafnvel aftur í greinum sem þau syntu fyrir þremur vikum síðan. Hópurinn sem keppir á IM-25 stækkar með hverju móti.  Nú hafa nær allir sundmenn í Silfur-hóp náð lágmörkum á IM-25 sem er frábær árangur sérstaklega þar sem yngstu dömurnar okkar eru 12 ára gamlar.  Nokkuð erfiðara er fyrir strákana að ná þessu á yngri árum enn einn bættist við hópinn um helgina, sovaldi hann Bergþór P. Pálsson en hann náði lágmarki í 200m baksundi.  Síðasti séns til að ná lágmörkum veður á lágmarkamóti á föstudaginn.

Gaman er að sjá hvað krakkarnir okkar eru að standa sig vel þrátt fyrir erfiðar æfingar í haust.  Sumir eru nú orðnir þreyttir eftir 12 vikna stigvaxandi álag.  Í næstu viku hefst svo kærkomin "hvíld" eða "undirbúningstímabil fyrir stórmót".  Þar sem að álagið á æfingunum á eftir að léttast og meiri tími gefst í að tæknileg atriði og fínpússningu á sundum.  En það þýðir samt ekkert að slaka á.  Við höldum áfram að berjast.

>>> Úrslit Ægiringa á Fjölnismóti