Úrslit frá AMÍ - Takk fyrir helgina Prentvæn útgáfa
Mánudagur, 29. júní 2009 13:04

Ægiringar stóðu sig frábærlega á AMÍ um helgina og sigruðu mótið með glæsibrag.  Rúmlega 50 stigum á undan ÍRB.

Sundfélagið Ægir hlaut einnig flest verðlaun á mótinu eða 68 verðlaun:

14 gull - 24 silfur - 30 brons

Það var sérstaklega gaman að sjá hvað allir lögðu sig 100% fram og héldu áfram að berjast til síðasta stigs.

Á lokahófinu voru tveir sundmenn úr Ægi stigahæstir í sínum flokki.  Anton Sveinn McKee í Piltaflokki 16-17 ára og Eygló Ósk Gústafsdóttir í Telpnaflokki.  Þau voru svo einnig valinn til keppni á Ólimpíudögum Evrópuæskunnar og komast því ekki í sumarfrí alveg strax. 

Eygló Ósk setti telpnamet í 200m skriðsundi í lokahlutanum 2:06.20 og bætti met Sigrúnar Brá Sverrisdóttur um rúma sek.  Frábær árangur hjá þessari efnilegu sundkonu, store sértaklega þar sem tvísýnt var hvort hún gæti keppt á AMÍ þar sem þremur dögum fyrir mót var hún greind með snerti að lungnabólgu.

Þökkum fyrirliðum okkar þeim Olgu og Kidda fyrir frábær störf, cialis enn þau stóðu vaktina allan tímann og slökuðu aldrei á, shop í að halda hópnum saman.

Sérstaklega vil ég þakka þeim fjölmörgu Ægisforeldrum og fjölskyldum sem fjölmenntu á mótið.  Án ykkar væri þetta ekki hægt.  Sértaklega vil ég svo þakka Fararstjórunum okkar sem héldu utanum þennan stóra og flotta hóp allan tímann með glæsibrag.

>>> Úrslit Ægiringa á AMÍ 2009

Einnig koma hér upplýsingar um endanlega stigastöðu um leið og upplýsingar berast

TAKK FYRIR OKKUR..

                           ... þreyttir en mjög stoltir þjálfarar Ægis