Úrslit frá Vormóti Ármanns 2013 Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Þriðjudagur, 30. apríl 2013 21:37
Samantekt frá Kristrúnu Gústafsdóttur, click  Sunnudagur, sovaldi 28. apríl 2013 17:05

Silfur, nurse Brons, Höfrungar, Laxar og nokkrar Bleikjur tóku þátt á skemmtilegu móti um helgina. Mikið var um bætingar og flott sundum og AMÍ hópurinn stækkar hratt. Haldið áfram á þessari braut. Þið eruð snillingar J

Gull

Hilmir Örn í 200 fjór, 100 br og 100 skrið, Marta í 200 br og 100 fjór, Ólafur Breki í 50 skrið og Hólmsteinn Skorri í 100 skrið og 400 skrið.


Silfur

Gabriela í 800 skrið í opnum flokki og í 200 bak, Hólmsteinn í 1500 skrið í opnum flokki og í 100 bringu og 200 fjór, Vladimir í 50 skrið í opnum flokki, Matthías Ævar í 100 bak, 100 fjór og 100 skrið, Jóhanna Lan í 200 br og 100 br, Íris Edda í 50 skrið, Teitur í 50 skrið, Marta í 200 skrið og 100 skrið og Daníel Andri í 200 flug og 200 fjór.


Brons

Marta í 50 bringu í opnum flokki, Daníel Andri í 50 flug í opnum flokki, Hilmir í 1500 skrið í opnum flokki, Íris Edda í 50 br, Ebba Dís í 100 flug, Hilmir Örn í 100 flug, Matthías í 200 skrið, Telma Brá í 100 bak og 200 br, Gabriela í 200 flug, Hólmsteinn í 200 skrið, Helena Sól í 100 fjór,  Kristófer Máni í 100 fjór og Halldór Björn í 200 bak.

Boðsundin voru einnig flott. Á laugardeginum var 10 ára og yngri stelpurnar í 2. sæti í 4x50 skrið, en 10 ára og yngri strákarnir sigrðuðu í sínu boðsundi. Í meyjuflokki urðu stúlkurnar aðrar en í sveinaflokki voru strákarnir jafnir Breiðabliksstrákunum upp á sekúndubrot. Telpnasveitin eftir hádegi lenti í 2. sæti og piltasveitin lenti í 2. sæti. Á sunnudeginum voru bara 12 ára og yngri boðsund í 4x50m fjórsundi og þar varð A-sveit meyjanna í 2. sæti og sveinasveitin líka. Ægir B-sveitin náði einnig upp á pall í 3. sæti.

Sérstakir bikarar voru veittir fyrir hraðasta sundið í 100m skriðsundi í hverjum flokki. Hilmir Örn vann í sveinaflokki og synti á 1:10.39 og Hólmsteinn Skorri sigraði í drengjaflokki á 1:01.82. Frábær árangur.


Hér eru úrslitin.

Myndir frá mótinu má finna hér.