Úrslit frá ÍM50 2013 Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Þriðjudagur, 30. apríl 2013 21:03

Samantekt frá fyrsta degi (skrifað af Gústaf Adólf Hjaltasyni)

Eygló Ósk Gústafsdóttir, ailment úr Ægi, look hjó nærri eigin Íslandsmeti í 200 m baksundi þegar hún kom fyrst í mark á 2.11,98 mínútum.

Anton Sveinn McKee, úr Ægi, var 11 sekúndum frá eigin meti í 1.500 m skriðsundi en vann engu að síður yfirburðarsigur á 15.38,58 mínútum. Næstur varð Færeyingurinn Oli Mortensen á 16.08,20 sem er færeyskt met.

Rebekka Jaferian, Ægi, varð Íslandsmeistari í 400 m skriðsundi á 4.32,24.

Samantekt frá öðrum degi (skrifað af Gústaf Adólf Hjaltasyni)

Íslandsmeistarar urðu Eygló Ósk í 100 metra baksundi og Anton Sveinn í 50 metra bringusundi.

Silfurverðlaun fengu boðsundssveitirnar báðar, stúlkurnar í 4 x 100 metra skriðsundi, Eygló Ósk - Rebekka - Elena Dís - Paulina, hjá körlunum í 4 x 100 fjórsundi voru það Sigurður - Anton Sveinn - Styrmir og Birkir Snær. Þriðja sæti Paulina í 100 metra flugsundi og Rebekka í 200 metra skriðsundi, önnur úrslit Styrmir i 100 metra flugsundi.


Ljómandi árangur hjá fámennari liði en undanfarin ár.


Samantekt frá lokadegi (skrifað af Gústaf Adólf Hjaltasyni)
Íslandsmeistarar dagsins urðu þau Anton Sveinn í 400 metra fjórsundi og Rebekka í 1500 metra skriðsundi. Eygló Ósk varð svo í öðru sæti í 50 metra baksundi, Paulina í þriðja sæti í 400 metra fjórsundi og báðar sveitirnar í þriðja sæti í boðsundunum.

Aðrir sem syntu í úrslitum voru þau Elena dís í fjórða sæti í 50 flugsundi og Birkir Snær  í sjötta sæti í 200 metra skriðsundi.

Jakob Jóhann fékk Sigurðarbikarinn fyrir besta bringusundsafrek á milli móta. Nokkrir yngri sundmenn syntu svo í undanrásum og stóðu sig vel.