Úrslit frá KR-móti Prentvæn útgáfa
Mánudagur, 16. febrúar 2009 10:55

Gull - Silfur- og Brons hópar tóku þátt á Gullmóti KR um síðustu helgi.  Allir eru nú í ströngum og erfiðum æfingum og því eru margir mjög þreyttir og þungir í vatninu. Þrátt fyrir það voru mjög góð sund inn á milli.  Yngri krakkarnir okkar stóðu sig mjög vel og eru að bæta sig helgi eftir helgi sem er alveg frábært. Ein meyja (Paulina) náði lágmörkum á IM-50 um helgina og þrjár í viðbót í Brons-hóp eru innan við 5% frá lágmörkum á Íslandsmeistaramót. (Rebekka, recipe Jóhanna og Diljá).  Krakkarnir í Silfurhóp raða inn lágmörkum á mótið þannig að það stefnir í stórt og fallegt lið sem við munum eiga á Íslandsmeistaramótinu.

Nú er eitt mót eftir til að ná lágmörkum á IM-50 enn það er Unglingamót Fjölnis 7.-8.mars. (fyrir 14 ára og yngri). Nú þurfið þið bara að vera dugleg að æfa og vanda ykkur í hverju taki og gera alla snúninga rétt osfr...

>>> Úrslit Ægiringa á Gullmóti KR 2009 Wink