Úrslit frá Gullmóti KR Prentvæn útgáfa
Mánudagur, 13. febrúar 2012 15:04

Gull mót KR, pills eitt fjölmennasta mót ársins var haldið um helgina í Laugardalnum.  Flottur árangur náðist miðað við æfingaálag undanfarnar vikur.

Eygló Ósk Gústafsdóttir setti nýtt Ægis- Stúlknamet í 50m flugsundi og var öðru sæti í „Super Challange“ hásbreidd frá Ingibjörgu K. Jónsdóttir SH sem sigraði.

Aðrir sem komust í úrslit í „Super Challange“ voru Marta Buchanevic sem varð í 4.sæti í 12 ára og yngri, pilule Paulina Lazorikova 7.sæti í stúlknaflokki, salve Guðlaug Edda Hannesdóttir í 5.sæti í kvennaflokki og Maríanna Kristjánsdóttir í 6.sæti í kvennaflokki.

Í stigakeppni einstaklinga var Eygló Ósk stigahæst í þremur greinum í Stúlknaflokki og í öðru sæti í heildina á öllu mótinu.  Rebekka Jaferian var þriðja stighæst í stúlknaflokki.

Í Karlaflokki voru bestu afrek mótsins þau að Anton Sveinn McKee var með samalagt flest stig í þremur greinum í Karlaflokki. Hólmsteinn Skorri Hallgrímsson var í öðru sæti í flokki 12 ára og yngri.

Margar persónulegar bætingar, AMÍ lágmörk og IM-50 lágmörk náðust um helgina.

Nú er bara að halda áfram að vera dugleg að æfa því það styttist óðum í Íslandsmeistaramót (IM-50) og Aldursflokkmeistaramótið (AMI).

Úrslit Ægiringa á Gullmóti KR:

>>> Gull-hópur

>>> Silfur-hópur

>>> Brons-Laugardal

>>> Brons-Breiðholti