Úrslit frá Jóla og Stigamóti Ægis 2010 Prentvæn útgáfa
Laugardagur, 11. desember 2010 23:25

JólamótJóla og Stigamót Ægis fór fram í morgun í Laugardalslaug.  Alls mættu um 120 krakkar á svæðið auk foreldra og aðstandenda.  Jólamótið var að þessu sinni einnig 2.hluti af stigamóti Ægis þar sem keppt er í tveimur greinum í mismunandi stigum eftir getu og aldri. Stóru krakkarnir í Gull og Silfur-Eldri syntu allar 50m greinarnar. Svo sýndu nokkrar bleikjur okkur hvað þær haf lært í vetur en einnig verður sér bleikjusýning fyrir Bleikjuhópa í Breiðholti í næstu viku.

Mótið heppnaðist í alla staði vel og er gaman að sjá hvað við eigum marga unga og efnilega sundmenn hjá félaginu sem eftir nokkur ár verða fulltrúar okkar á alþjóðavettvangi líkt og okkar bestu sundmenn í dag.  Það er ekkert voðalega langt síðan Eygló og Anton voru í ykkar sporum og í dag eru þau að gera það gott á Norðurlandamóti Unglinga.

Stekkjastaur kíkti í heimsókn og tók nokkra vel valda jólaslagara á gítarinn við góðar undirteknir.  Allir fengu ljúffeng jólaepli að launum.

Einnig kíktu Sjóvarpið í heimsókn og tók nokkur viðtöl við krakkana okkar. Fyrir þá sem misstu af Fréttatímanum í kvöld þá getið farið á ruv.is og fært stikna að 23:50 og séð fréttina.
>>> Féttatími RUV 11.12.2010

Viljum við þakka öllum þeim sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna og einnig þeim foreldrum sem mættu sem dómarar og stafsmenn.

ÁFRAM ÆGIR

>>> Úrslit frá Jóla og Stigamóti Ægis 2010