Niðurstaða Aðalfundar 2018 Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Fimmtudagur, 03. maí 2018 17:12

Aðalfundur Sundfélagsins Ægis var haldinn miðvikudaginn 2. maí 2018.

Helstu niðurstöður fundarins urðu þær að Lilja Ósk Björnsdóttir var endurkjörinn formaður félagsins til tveggja ára og Helgi Þór Þórsson var sjáflkjörinn í stjórn í stað Pálu Þórisdóttur sem lokið hefur starfstíma sínum. Þá var Ólafur Örn Ólafsson var endurkjörinn í stjórnina til tveggja ára og þau Ásgeir Ásgeirsson og Júlía Þorvaldsdóttir sitja áfram en þau eiga eitt ár eftir af kjörtímabili sínu. Stjórnin hefur ekki skipt með sér verkum. Þá var Hólmsteinn Ingi Halldórsson kjörinn skoðunarmaður reikninga og Guðni Einarsson til vara.

Skýrsla stjórnar var kynnt og samþykkt. Reikningar félagsins voru birtir skömmu fyrir fundinn og voru samþykktir með fyrirvara um áritun skoðunarmanns.

Lög félagsins haldast óbreytt næsta árið en stjórninni var falið að endurskoða og endurskrifa lögin í heild sinni á komandi starfsári. Þá var stjórninni falið að setja sér stefnu og starfsreglur í samskiptum við félagsmenn og notkun samfélagsmiðla. Tengt þessu þarf að taka mið af nýjum persónuverndarlögum sem taka gildi 24. maí nk. Þá komu ábendingar um að uppfæra þyrfti heimasíðu félagsins.

Stjórn Sundfélagsins Ægis þakkar Pálu Þórisdóttur sértaklega fyrir öflugt og óeigingjarnt starf í þágu félagsins undanfarin 2 ár.

Fundinn sóttu um 20 manns. Fundarstjóri var Gunnar Valur Sveinsson, fyrrum formaður félagsins og ritari var Júlía Þórvaldsdóttir.

Stjórnin.