Niðurstöður aðalfundar 2022 Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Miðvikudagur, 30. mars 2022 19:56

Sundfélagið Ægir hélt Aðalfund félagsins þann 29. mars síðastliðinn.

Megin niðurstöður fundarins voru eftirfarandi:

  • Helgi Þór Þórsson var kjörinn formaður félagsins til næstu 2ggja ára.
  • Ásgeir Ásgeirsson, Hildur Björk Kristjánsdóttir og Júlía Þorvaldsdóttir halda áfram í stjórn til eins árs.
  • Arnfinnur Jónasson kemur nýr inn í stjórn til 2ggja ára.
Guðni Einarsson hverfur úr stjórn og þakkar félagið honum afar vel unnin störf síðustu 2 ár. 
  • Á fundinum var Kjartan Birgisson kjörinn áheyrnarfulltrúi foreldra fram að næsta Aðalfundi.
  • Fimm fulltrúar úr röðum foreldra voru tilnefndir í foreldraráð félagsins.
  • Kjör fulltrúa í SRR var vísað til nýrrar stjórnar.
  • Ákvörðun um félagsgjald var vísað til nýrrar stjórnar.
  • Skoðunarmaður reikninga var kjörinn Hólmsteinn Ingi Halldórsson og Pála Þórisdóttir til vara.
Félagið óskar nýjum formanni og öðrum kjörnum fulltrúum velfarnaðar í starfi fyrir félagið.