Ægir hefur æfingar á ný 4. maí Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Laugardagur, 25. apríl 2020 17:52

Nú þegar sér fyrir endan á samkomubanni þá keyrum við æfingar í gang aftur hjá Sundfélaginu Ægi, en þó með ákveðnum fyrirvörum sem nefndir eru neðar:

  • Gullfiskanámskeið byrja aftur þriðjudaginn 5. maí. Námskeiðunum átti að ljúka þann 3. apríl og hafa Gullfiskar því misst af þremur vikum. Við bjóðum Gullfiskunum okkar að klára námskeiðið frá 5. til 20. maí. Það ríkir aðeins óvissa um hvaða þjónustu yngstu börnin fá í búningsklefum en foreldrum er óheimilt að fara með börnum inn í búningsklefa í núvernandi samkomubanni. Verið er að vinna að lausn á þessu.
  • Bleikjur hefja æfingar aftur þann 4. maí. Bleikjur hafa misst 6 vikur af æfingum og því bjóðum við Bleikjunum að bæta 4 vikum við æfingaáætlunina og æfa út júní.
  • Laxar og Höfrungar hefja aftur æfingar þann 4. maí. Þessir hópar hafa líka misst 6 vikur af æfingum og bjóðum við þeim að bæta við 4 vikum við áætlunina og æfa út júní.
  • Brons og Silfurhópar munu hefja æfingar þann 4. maí skv. áætlun. Nú er gert ráð fyrir að þessir hópar æfi út júlí mánuð.
  • Sundmenn í Gullhópi sem eru 17 ára og eldri þurfa að æfa á öðrum tíma en þeir sem yngri eru. Verið er að skoða fyrirkomulagið á því en ein hugmyndin er að þeir æfi á tímanum 15:00 – 16:30 í útilauginni í Laugardal amk á meðan núverandi skilyrði samkomubanns eru í gildi (þ.e. út maí). Þjálfari verður í sambandi við sundmenn vegna þessa.
  • Sumarsundskóli Ægis. Við gerum ráð fyrir að Sumarsundskóli Ægis geti hafist þann 8. júní. Auglýsing vegna þessa verður birt fljótlega.

 

FYRIRVARAR OG FREKARI UPPLÝSINGAR:


Til þess að þessi áætlun gangi eftir þá þarf að bíða eftir staðfestingu frá ÍTR um opnun sundlauga í Reykjavík. Fundað verður með ÍTR í næstu viku og staðfesting mun birtast hér á heimasíðu Ægis.

 

SSÍ stefnir að því að Aldursflokkameistaramótið verði haldi um miðjan júlí og að ÍM50 verði haldið í lok júlí. Þetta er óstaðfest og bíða þarf frekari upplýsinga um afléttingu samkomubanns til að hægt sé að staðfesta þetta.


Upplýsingar um framhaldið verða settar hér á síðuna um leið og þær berast. Vinsamlegast beinið fyrirspurnum til þjálfara á facebook og/eða í gegnum Sportabler.

 

Stórn og þjálfarar.