Æfingar yngri hópa hefjast í næstu viku Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Miðvikudagur, 28. ágúst 2019 21:13

Sundæfingar yngri hópa hefjast í næstu viku skv. æfingaáætlun (sjá hér til vinstri á síðunni). Nánar hér að neðan:

 

Gullfiskahópar:

Æfingar hefjast í innilaug í Breiðholtslaug þriðjudaginn 3. september. Athugið tímasetningu hvers hóps á æfingaáætluninni. Leiðbeinandi er Símon Geir Þorsteinsson en hann hefur áralanga reynslu af sundkennslu ungra barna. Mikilvægt er að foreldrar fylgi börnum í gegnum klefa og inn í laug og sæki þau í laugina að æfingu lokinni.

Bleikjuhópar:

Æfingar hefjast í innilaug í Breiðholtslaug mánudaginn 2. september. Athugið tímasetningu hvers hóps á æfingaáætluninni. Leiðbeinandi er Lilja Benediktsdóttir sem er fyrrum sundkona úr Ægi og sem hefur þjálfað þennan hóp undanfarin 3 ár.

Laxar 1: Laugardalslaug

Æfingar hefjast í innilaug Laugardalslaugar mánudaginn 2. september kl. 15:30 skv. æfingaáætlun. Þjálfarar eru Emilía Sól Guðmundsdóttir sundkona í Ægi og Guðmundur Sveinn Hafþórsson, yfirþjálfari Ægis en þau skipta þjálfuninni með sér. Höfrungar og Laxar í laugardal hafa sameiginlegan facebook hóp sem aðstandendur geta gerst meðlimir í.

Laxar 2: Breiðholti

Æfingar hefjast í útilaug í Breiðholti mánudaginn 2. september kl. 17:00 skv. æfingaáætlun. Þjálfari er Gunnar Bjarki Jónsson fyrrum sundmaður úr Breiðablik og nýr þjálfari hjá Ægi. Honum til aðstoðar er Guðný Birna Sigurðardóttir sem einnig var sundkona í Breiðablik. Laxar í Breiðholti hafa facebook hóp sem aðstandendur geta gerst meðlimir í.

Höfrungar 1: Laugardalslaug

Æfingar hefjast í innilaug Laugardalslaugar mánudaginn 2. september kl. 15:30 skv. æfingaáætlun. Þjálfarar eru Emilía Sól Guðmundsdóttir sundkona í Ægi og Guðmundur Sveinn Hafþórsson, yfirþjálfari Ægis en þau skipta þjálfuninni með sér. Höfrungar og Laxar í laugardal hafa sameiginlegan facebook hóp sem aðstandendur geta gerst meðlimir í.

Höfrungar 2: Breiðholti

Æfingar hefjast í útilaug í Breiðholti mánudaginn 2. september kl. 18:00 skv. æfingaáætlun. Þjálfari er Gunnar Bjarki Jónsson fyrrum sundmaður úr Breiðablik og nýr þjálfari hjá Ægi. Honum til aðstoðar er Guðný Birna Sigurðardóttir sem einnig var sundkona í Breiðablik. Höfrungar í Breiðholti hafa facebook hóp sem aðstandendur geta gerst meðlimir í.

 

Upplýsingar um netföng þjálfara og símanúmer má finna á æfingaáætluninni