Uppskeruhátið fyrir árið 2018 Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Sunnudagur, 13. janúar 2019 21:35

Uppskeruhátíð Sundfélagsins Ægis fyrir árið 2018 verður haldin laugardaginn 19. janúar í Laugalækjarskóla.

Hátíðin hefst kl. 11:00 og henni líkur um kl. 13:00. Hátíðin er fyrir sundmenn félagsins og aðstandendur þeirra, allt frá Bleikjum og upp í Gullhóp.


Dagskráin verður með hefðbundnu sniði:

1. Farið yfir helstu atburði ársins 2018.
2. Aldursflokkaviðurkenningar veittar sundmönnum fyrir árið 2018. ~
3. Viðurkenningar veittar til sundmanna frá þjálfurum.
4. Guðrúnarbikararinn afhentur skv. reglugerð.
5. Ægisskjöldurinn afhentur skv. reglugerð.

 

Ath. Til að hljóta viðurkenningu þarf sundmaður að hafa verið skráður í Sundfélagið Ægi í lok árs 2018.

 

Að venju óskum við eftir stuðningi frá foreldrum til að koma með veitingar á sameiginlegt hlaðborð. Ægir leggur til kaffi og aðra drykki. Við vonumst til að sjá sem flesta sundmenn og velunnara Ægis á hátíðinni.

Stjórnin.