Sunddómaranámskeið Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Þriðjudagur, 20. nóvember 2018 12:57

Ágætu foreldrar og forráðamenn sundmanna í Ægi, 

Á fimmtudag í þessari viku, þann 22. nóvember verður haldið sunddómaranámskeið í Laugardalslaug. 
Námskeiðið hefst kl. 18:00 og því lýkur um kl.  20:00. Ég hvet ykkur til að mæta á námskeiðið og taka fyrsta skrefið í átt að dómararéttindum. Bóklegur hluti námskeiðsins fer fram þessa tvo tíma á fimmtudagskvöld og svo hefst verklegur hluti á Málmtæknimóti Fjölnis sem haldið verður á laugardag fyrir og eftir hádegið. Ef þið komist bara á fimmtudag en ekki um helgina er hægt að færa verklega hlutann á annað sundmót. Það er ómetanlegt fyrir sundfélagið Ægi að hafa á að skipa öflugu fólki á meðal sunddómara.
Vinsamlega skráið ykkur með því að senda upplýsingar um nafn, sundfélag, kennitölu og símanúmer á netfangið  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

Bestu kveðjur, 
Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, 
yfirdómari hjá Ægi