Jólamót Ægis á sunnudag Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Miðvikudagur, 06. desember 2017 21:18

Jólamót Ægis verður haldið sunnudaginn 10. desember í Laugardalslaug. Mótið er tvískipt og hefst með 800 og 1500 metra skriðsundi hjá eldri hópum en síðan er farið í styttri greinar. Dagskrá mótsins er sem hér segir:

Fyrri hluti: 

  • Upphitun hefst kl. 08:00
  • Mót hefst kl. 08:30 
    • 800 metra skriðsund
    • 1500 metra skriðsund
Seinni hluti:
  • jólasveinnUpphitun hefst kl. 9:00 í innri hluta laugarinnar
  • Sundsýning Bleikja 9:30 eða strax að loknum fyrri hluta
    • Mót hefst að lokinni sundsýningu:
      • 25 metra baksund
      • 50 metra baksund
      • 25 metra bringusund
      • 50 metra bringusund
      • 50 metra skriðsund
      • 100 metra skriðsund
      • 25 metra flugsund
      • 50 metra flugsund
      • 100 metra fjórsund
    • Móti lýkur um kl. 12:00.
    Tímataka og dómgæsla verður á mótinu.

    Þetta er stórskemmtilegt innanfélagsmót þar sem flestir sundhópar taka þátt og börn í yngstu hópunum fá að stíga sín fyrstu spor á sundmóti. Þátttakendur verða úr Bleikjum, Löxum, Höfrungum, Brons, Silfur og Gull hópum. Foreldarar taka þátt í mótshaldinu með því að hjálpa til við tímatöku.

    Þjálfarar ræða við sundmenn um þátttöku og greinar og senda skilaboð til foreldra.