Uppskeruhátið Sundfélagsins Ægis Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Mánudagur, 02. janúar 2017 08:47

UPPSKERUHÁTÍÐ Sundfélagsins Ægis fyrir árið 2016 verður haldin nú á laugardaginn 7. janúar, í sal sal Laugarlækjarskóla á milli kl. 11:00 og 13:00. 

Uppskeruhátíðin er fyrir alla sundmenn í Ægi,jafnt unga sem eldri og forráðamenn þeirra. Á hátíðinni verður farið yfir helstu atburði liðins árs og veittar viðurkenningar til sundmanna eftir hópum, dosage allt frá Bleikjum og upp í Gullhóp félagsins.

Dagskráin verður með hefðbundnu sniði:

1. Aldursflokkaviðurkenningar veittar.
2. Viðurkenningar veittar til sundmanna frá þjálfurum.
3. Viðurkenningar veittar til sundmanna fyrir þátttöku í landsliðsverkefnum.
4. Guðrúnarbikararinn afhentur skv. reglugerð.
5. Ægisskjöldurinn afhentur skv. reglugerð.
6. Tilkynnt hvaða sundmenn hljóta sundvörustyrk TYR og AquaSport.
 
Það er hefð fyrir því að sundmenn og forráðamenn þeirra komi með veitingar á sameiginlegt hlaðborð og biðlum við til ykkar foreldra að leggja okkur lið. Félagið leggur til kaffi og aðra drykki.

Við vonumst til að sjá sem flesta sundmenn félagsins á hátíðinni og forráðamenn þeirra.

Stjórnin.