Eygló syndir 200m baksund í dag Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Fimmtudagur, 11. ágúst 2016 07:58

Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir í dag 200m baksund á Ólympiuleikunum í Río en það er hennar sterkasta grein. Við sendum Eygló baráttukveðjur fyrir þetta sund. Með henni á leikunum er Jacky Pellerin yfirþjálfari Ægis og landsliðsþjálfari. Morgunblaðið tók saman skemmtilega nærmynd af Eygló sem skoða má hér.

Anton Sveinn McKee úr Ægi hefur lokið keppni á leikunum með ágætum árangri en hann var aðeins fáeinum sekúndubrotum frá því að komast í undanúrslit í 200 m bringusundi.

Þá óskum við Hrafnhildi Luthersdóttur úr SH innilega til hamingju með glæsilegan árangur á Ólympíuleikunum en hún lauk keppni í nótt.

Stjórnin.