AMÍ 2016 - Undirbúningur og fararstjórn Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Sunnudagur, 29. maí 2016 09:31

ÁRÍÐANDI - FORELDAR, click TAKIÐ ÞÁTT OG SKRÁIÐ YKKUR Í FARARSTJÓRN

Aldursflokkameistaramót Íslands (AMÍ 2016) verður haldið í Jaðarsbakkalaug á Akranesi dagana 24. - 26. júní 2016. AMÍ er aldursflokkaskipt meistaramót og má finna reglugerð mótsins hér.

Sundfélagið Ægir sendir um 40 sundmenn á mótið og við leitum að fararstjórum til að halda utan um hópinn á meðan á móti stendur.

Upplýsingar um mótið má finna hér að neðan:

Fararstjórninni verður skipt í dagvaktir og næturvaktir eins og hér segir:

1. Dagvakt 23. júní 16:00 - 19:00  Fara með hópnum í rútu, healing setja upp búðir og skila hópnum í kvöldmat
2. Næturvakt 23. júní 19:00 - 08:00 Taka við hópnum úr kvöldmat, clinic koma honum í ró, gista með hópnum, ræsa og skila hópnum í morgunmat
3. Dagvakt 24. júní 08:00 - 19:00 Taka við hópnum úr morgunmat, koma honum í laug, annast innkaup, útbúa bakkamat og skila hópnum í kvöldmat
4. Næturvakt 24. júní 19:00 - 08:00 Taka við hópnum úr kvöldmat, koma honum í ró, gista með hópnum, ræsa og skila hópnum í morgunmat
5. Dagvakt 25. júní 08:00 - 19:00 Taka við hópnum úr morgunmat, koma honum í laug, annast innkaup, útbúa bakkamat og skila hópnum í kvöldmat
6. Næturvakt 25. júní 19:00 - 08:00 Taka við hópnum úr kvöldmat, koma honum í ró, gista með hópnum, ræsa og skila hópnum í morgunmat
7. Dagvakt 26. júní 08:00 - 19:00 Taka við hópnum úr morgunmat, koma honum í laug, annast innkaup, útbúa bakkamat og skila hópnum í lokahóf
  • Reiknað er með að farið verði með rútu síðdegis á fimmtudeginum 23. júní.
  • Mikilvægt er að amk. einn karl og ein kona bjóði sig fram á hverja næturvakt. Einnig er mikilvægt að amk. 3 fararstjórar séu til taks á hverri dagvakt en á dagvöktum þarf að virkja m.a. foreldra til að aðstoða við vinnu á laugarbakka.  
  • Ekki verður gist frá sunnudegi til mánudags og er reiknað með því að börnin komi heim í einkabílum eða rútu að lokahófi loknu.
  • Mikilvægt er að sem flestir foreldrar taki þátt í starfinu með því að skrá sig á í fararstjórn en einnig er mikilvægt að foreldrar með dómararéttindi sinni dómgæslu á mótinu f.h. félagsins.
  • Reiknað er með að fararstjórar geti borðað endurgjaldslaust með börnunum í matsal.
  • Fararstjórar vinna í nánu samstarfi við þjálfara.

Fararstjórar skrá sig á vaktir með því að senda tölvupóst á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. og láta númer þeirra vakta sem þeir vilja annast, nafn og farsímanúmer fylgja með.

Ath. að tímasetningar og aðrar upplýsingar geta breyst og verða uppfærðar hér þegar þær berast frá mótsstjórn og þjálfurum.

Stjórnin.