Esjuganga Höfrunga-, Brons- og Silfurhópa á laugardag Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Fimmtudagur, 03. september 2015 19:02

Næstkomandi laugardag, generic 5. september munum við í Höfrungum, Brons- og Silfurhópum saman ganga upp Esjuna. Þetta kemur í staðinn fyrir sundæfingu og því eiga allir að mæta, þeir sem hinsvegar ekki komast þurfa að láta mig vita sem fyrst. Ekki er skyldumæting fyrir Höfrungahóp en ég hvet þá eindregið til að taka þátt :)

Sundmennirnir þurfa sjálfir að koma sér á staðinn og mælum við með því að hópað verði í bíla. Mætið stundvíslega klukkan 10:00 á bílastæðið fyrir neðan Esjuna og minni alla á að mæta í hlýjum fötum og góðum skóm.

Á leiðinni upp munum við stoppa og borða nesti en allir þurfa að koma með eigið nesti en ekki er leyfilegt að koma með gos og sælgæti.

Svo að þetta gangi allt saman upp þá munum við þurfa að hafa 1 fullorðinn fyrir hverja 5 sundmenn og því þurfum við að minnsta kosti 7 fullorðna til þess að taka þátt í þessari skemmtilegu göngu.
Þeir fullorðnu sem ætla að bjóða sig fram mega hafa samband við mig sem fyrst.

Við gefum okkur að ganga hefjist rúmlega 10 og að við verðum komin niður aftur milli 13:00 og 14:00.

Hlakka til að sjá sem flesta :)

Kristinn Jaferian