Æfingatafla fyrir 2015-2016 Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Laugardagur, 15. ágúst 2015 22:25

Uppfærð tímatafla og hópaskipting 16.08.2015 21:00.

Tímatafla fyrir æfingar veturinn 2015-2016 hefur verið gefin út. Hana má finna hér að neðan og í krækju í valmyndinni hér vinstra megin. Eftirmiðdagsæfingatímar skv. töflunni taka gildi strax á mánudag fyrir Höfrunga, health Brons, try Silfur, Gull og Elite hópa í Laugardal.

Æfingar Höfrunga og Brons í Breiðholti verða áfram í Laugardalslaug út næstu viku en flytjast síðan í Breiðholtslaug mánudaginn 24. ágústSundmenn í þessum hópum eiga áfram að taka með sér útiföt og hlaupaskó auk sundfata á æfingarnar en unnið verður áfram eftir æfingaprógrami yfirþjálfara fyrir ágústmánuð sem þegar hefur verið kynnt. Skv. æfingaprógraminu taka sundæfingar 2 tíma en ef um útiæfingu er að ræða er æfingin 90 mínútur.

Þrek og morgunæfingar skv. töflunni hefjast í byrjun september.

Æfingar Laxahópa í Breiðholti og Laugardalslaug hefjast skv. æfingatöflunni miðvikudaginn 2. september.

Æfingar Bleikjuhópa í Breiðholtslaug hefjast skv. æfingatöflunni miðvikudaginn 2. september.

Æfingar Bleikjuhópa í Sundhöll Reykjavíkur hefjast skv. æfingatöflunni þriðjudaginn 1. september.

Æfingar Gullfiska hefjast í Breiðholtslaug (innilaug) þriðjudaginn 8. september.

Hér er krækja á æfingatafluna fyrir veturinn 2015-2016.

Vinsamlegast fylgist með uppfærslum á æfingatöflunni þar sem hún getur breyst án mikils fyrirvara.

Þjálfarar.