Eygló Ósk í 10. sæti og Inga Elín með Íslandsmet Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Föstudagur, 05. desember 2014 10:59

Eygló Ósk Gústafsdóttir varð í 10. sæti í morgun í 200 m baksund á HM-25 sem er frábær árangur. Hún synti á tímanum 2:04, click 97 aðeins 19/100 úr sekúndu frá Íslandsmeti sínu síðan í nóvember.

Inga Elín Cryer setti glæsilegt Íslandsmet í 400 m skriðsundi í morgun. Hún synti á tímanum 4:11, sovaldi sale 61 og bætti tæplega þriggja vikna met sitt um 1, clinic 62 sekúndur. Hún endaði í 27. sæti. Inga hefur þá lokið keppni á mótinu. Hún setti Íslandsmet í báðum sínum greinum.

Eygló Ósk mun synda 50 m baksund á morgun, laugardag. Hún þarf þó að vera til taks í kvöld sem varamaður ef einhverjir sem eiga að synda 200 m baksund til úrslita fellur út.

Einnig verður blandað boðsund á morgun í 4x50 m skriðsundi.

Guðrún Sigurþórsdóttir tók saman.