Sigrún Brá setti tvö Íslandsmet um helgina. Prentvæn útgáfa
Mánudagur, 12. mars 2012 09:15
sigrunSigrún Brá Sverrisdóttir tók þátt í sterku Grand Prix móti i Columbus í Ohio um helgina.

Hún byrjaði á að synda 200m skriðsund  á föstudaginn, here prescription hún var svolítið frá sínum besta tíma en hún synti á 2.08, ambulance 20 en hún spítti svo heldur betur í eftir það.

Á  laugardaginn synti hún 400m skriðsund í undanrásum á 4.23,34 sem var bæting á hennar besta tíma.  Hún synti svo í C – úrslitum um kvöldið kom þá önnur í bakkann á nýju glæsilegu Íslandsmeti 4.20,24 og bætti þar með 21. árs gamalt met Ingibjargar Arnardóttur ( 4.22,56) um rúmar 2 sekúndur en Sigrún Brá er ennþá 21 árs verður 22 ára seinna í mars.

Í gær bæti Sigrún Brá svo eigið met í 800m skriðsund frá  því í mars 2009 um 7 sekúndur þegar hún synti á 8.53,76 en gamla metið var 9.00,72 þegar hún kom fyrst í mark í sínum riðli en Sigrún Brá endaði númer 6 í sundinu og er undir lágmarki á EM50.

Úrslit frá Mótnu:
http://results.teamunify.com/ohossc/