Jóhanna Gerða sigraði í öllum sínum greinum Prentvæn útgáfa
Sunnudagur, 26. febrúar 2012 23:17

johannaUm síðustu tvær helgar fór fram svokölluð Conference sundmót hjá Bandarískum háskólum. Þar eiga Íslendingar þó nokkra góða sundmenn um síðustu helgi syntu þær Sarah Blake Bateman - Hrafnhildur Lúthersdóttir og Sigrún Brá Sverrisdóttir og stóðu þær sig ágætlega.

Núna um helgina voru Erla Dögg Haraldsdóttir - Birkir Már Jónsson - Árni Már Árnason og Jóhanna Gerða Gústafsdóttir að keppa.

Árni Már Árnason setti 3 skólamet og var útnefndur sundmaður ársins í sinni sundmótaröð. >>> Frétt á heimasíðu Skólans

Í Sun Belt Conference mótinu sem fram fór í Rockwall Texas var það Jóhanna Gerða sem vann allar sínar greinar, case 200 fjór - 200 skriðsund og í nótt 200 yarda baksund á frábærum  tíma 1.54.40, þetta er þrettándi besti tími ársins í USA og er hún því að fara á NCAA mótið eftir tvær vikur.

Hún setti fjögur skólamet, tvö mótsmet og tvö SBC met. Hún varð sundmaður mótsins og ársins í Sun Belt Con mótaröðinni og þjálfari hennar þjálfari ársins.

>>> Frétt á heimasíðu skólans

>>> Viðtal við Jóhönnu Gerðu

Allir þessir Íslensku sundmenn munu koma á Íslandsmeistaramótið í 50 metra laug í apríl og reyna við ÓL lágmörkin.