News from florida 3 Prentvæn útgáfa
Miðvikudagur, 04. janúar 2012 01:29

Stelpuherbergið í Florida er klárlega snyrtilegasta, find flottasta og skemmtilegasta herbergið!!!

Það er búið að vera sjúklega gaman en æfingarnar erfiðar!

Eftir morgunæfingarnar förum við yfirleitt á ströndina og chillum e-h.

Svo förum við á Sweet Tomatos í hádeginu sem allir eru komnir með nett leið á!

Í dag fórum við í mallið og allir misstu sig, meira að segja strákarnir!

Núna er bara 1 vika þangað til að  við förum heim og við erum ekki að nenna því! Viljum bara búa hérna í hitanum og TANA.

Á gamlárskvöld fórum við fínt út að borða en við söknuðum samt öll matarins  heima og flest allir fá e-h gott að borða þegar þau koma heim,

Á staðnum héldu sumir að þeir höfðu pantað sér kjúklingabringu EN svo var ekki, ½ kjúklingur var það sem birtist

Og strákarnir enduðu með að klára. Hinir fengu sér steik en það vantaði klárlega sósu!

Á nýársdag fengum við að sofa út!!  EN sumir vöknuðu samt hálf 8 og gátu ekki sofið meira!! Metnaðurinn í hámarki hjá flottasta herberginu :D

Hópurinn skemmtir sér mjög vel saman og þá sérstaklega með færeyingunum Óli og Alvi, þeir eru snillingar og það er eins og að þeir hafi alltaf verið með okkur!!!

Við stelpurnar höfum verið í stífri kennslu á þessu frábæra tungumáli hjá strákunum:D

T.d: Gentan er stortlig.,Dvergur, Bollar og Bind.

Við eigum eftir að koma altalandi á færeysku heim (ef við komum heim)

Sólarkveðjur frá Florida, herbergi 833

Ingibjörg, Eygló, Guðlaug og Inga.