IM-25 Föstudagur Úrslit Prentvæn útgáfa
Föstudagur, 11. nóvember 2011 20:01

Eygló Ósk byrjaði úrslitahlutan á því að setja nýtt Stúlknamet í 100m fjórsundi, thumb bætti sig um 2 sek síðan í gær, healing  synti á tímanum 1:02, ambulance 00.  Íris Emma var fimmta 1:11.28 og bætti sig um 1 ½ sek síðan ígær og Steinunn María bætti sig einnig og var 7. á 1:11.98.

Mikil spenna var í 100m skriðsundi að venju.  Anton Sveinn sýndi sig að hann getur líka sprettað og gerði sér lítið fyrir og nældi sér á silfrið á 51.86. Guðlaug Edda náði því langþráða markmiði að brjóta mínútumúrinn og synti á 59.84 og var í 5.sæti.

Í 200m fugsundi var Paulina í 5.sæti á 2:25.34 sem er mjög svipaður tími og í morgun en þá bætti hún sig mikið í greininni.  Maríanna bætti sig svo um rúma sek síðan í morgun og endaði í 8.sæti á 2:34,18.  Birkir Snær var svo í 5.sæti á sama tíma og í morgun enn hann bætti sig einnig mikið um morguninn.

Í 200m bringusundi voru tveir Ægiringar í 1. og 2. Sæti.   Jakob Jóhann var fyrstur á 2:12.42 sem lofar góður fyrir EM-25 sem hann stefnir á í desember og Anton Sveinn var annar á 2:14.63 með flotta bætingu. Rebekka bætti sig svo í 200m bringu á 2:55.29,í 8.sæti.

Eygló Ósk seti svo annað Stúlknamet í 50m baksundi, 28.25 og aftur var hún rétt við Íslandsmetið.  Ekki langt þangað til hún tekur þau öll líka.

Í lokin voru svo æsi spennandi boðsund þar sem Ægis-Karla sveitin sigraði í 4x50m skriðsundi.  E-h sem enginn átti von á nema þeir.  Gerðu sér lítið fyrir og sigruðu með 0.01 sek á undan SH.  Sveitinga skipuðu Eiríkur Grímar, Styrmir Már, Anton Sveinn og Jakob Jóhann.  Kvenna sveitin stóð sig líka vel, allar bættu sig síðan í morgun og höfnuðu í þriðja sæti.  Sveitina skipuðu þær  Eygló Ósk, Íris Emma, Steinunn María og Guðlaug Edda.

Haldið áfram á þessari braut, skemmtilegt og spennandi mót.

>>> Úrslit frá IM-25

>>> Heimasíða IM-25 (þar geið þið t.d. séð mótaskrár)