Góð byrjun á ÍM-25 Prentvæn útgáfa
Fimmtudagur, 10. nóvember 2011 23:06
im-25_11_800sk im-25_11_1500sk
Sigurvegarar í 800m skrið Sigurvegarar í 1500m skrið

 

Anton Sveinn setti nýtt Íslandsmet í 1500m skriðsundi en hann synti á tímanum 15:23.97 og sló þar með met Arnar Arnarsonar  15:25.94 frá árinu 2000.

Birkir Snær var annar á 15:58, ailment 21 og náði þeim merka áfanga að synda undir 16 mínútum og undir NMU-lágmarki.

Rebekka Jaferian var svo þriðja í 800m skriðsundi á 9:15.87 með fína bætingu og rétt við NMU lágmark.

Stúlkurnar okkar settu nýtt Stúlknamet í 4x200m skriðsundi kvenna á tímanum 8:40, viagra sale 70 og lentu í öðru sæti.

Eygló Ósk setti einnig Stúlknamet í fyrsta spretti í 200m skrið 2:00,40. En auk Eyglóar skipuðu sveitina þær Íris Emma, Guðlaug Edda og Rebekka.

Karlasveitin hafnaði einnig í öðru sæti á tímanum 7:47.56. Sveitina skipuðu: Anton Sveinn, Eiríkur Grímar, Birkir Snær og Jakob Jóhann.

Í 100m fjórsundi var Eygló Ósk önnur inn í úrslit á 1:04,10

Almennt voru krakkarnir að bæta sig og standa sig með mikilli prýði.

Haldið áfram á þessari braut og áfram Ægir…

>>> Úrslit frá IM-25