Síðasti dagur EYOF og Telpnamet hjá Ölöfu Eddu Prentvæn útgáfa
Föstudagur, 29. júlí 2011 10:32

EYOFRebekka Jaferian synti 800m skriðsund á EYOF í morgun.  Rebekka synti á tímanum  9:44.27. Var í 7.sæti í sínum riðli en síðasti riðillinn syndir síðar í dag.

Ólöf Edda Eðvarðsdóttir, sick ed ÍRB synti 200m flugsund á tímanum 2:29.09 og endaði í 14.sæti í undanrásum.  Sigraði svo B-riðilinn á 2:24.80 og setti nýtt Telpnamet.

Kristinn Þórarinsson, sales Fjölni synti 100m baksund á tímanum 1:01.97 og endaði í 23.sæti.

Daníel Hannes Pálsson, Fjölni synti  400m fjórsund á tímanum 4:56.01 og endaði í 25 sæti.

Mikill hiti hefur verið í Tyrklandi enn krakkarnir hafa það gott og dvelja í goðu yfirlæti. Athony talaði um það á Facebokk hvað allir væru stórir, sértaklega strákarnir.  Þetta er gífurleg reynsla fyrir þau upp á framtíðina og sínir okkur að þó svo að sumum fannst lágmörkin inn á mótið vera ströng að þá er mótið mjög sterkt og til þess að komast áfram í úrslit þarf að synda mjög HRATT..

>>> Nánari lýsingar frá Anthony á Facebook síðu Sundsambandsins

Krakkarnir halda svo heim á leið á morgun en svo fara Rebekka og Kristinn áfram út á þriðjudaginn ástamt Paulinu og Snæ frá KR á Borgarleikana.