Samantekt um EMU. Prentvæn útgáfa
Sunnudagur, 10. júlí 2011 09:10

Mjög góðu Evrópumeistaramóti unglinga er að ljúka í Belgrad í Serbíu, drug treatment  fimm sundmenn íslenskir fóru á mótið. Þar af voru tveir Ægiringar þau Anton Sveinn McKee og Eygló Ósk Gústafsdóttir, ed árangur þeirra tveggja var góður en bæði settu Íslandsmet fullorðinna á mótinu.

Anton Sveinn McKeeAnton Sveinn synti 800 metra skriðsund á tímanum 8.15.66, gamla metið átti hann sjálfur en það var sett sem millitími í 1500 metra sundi í Canet Frakklandi í vor 8.20.04, nokkrum dögum áður hafði hann einnig sett met í greininni á Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein þá á tímanum 8.24.17. En þess má geta að hann setti einnig Íslandsmet í 1500 metra sundunum í Canet og  Liechtenstein.

Anton Sveinn bætti svo 10 ára gamalt met Arnar Arnarsonar í 400 metra fjórsundi en tími Arnars var 4.31.84 og nýja Íslandsmetið er 4.30.15. Hann lenti í 13. sæti í báðum þessum greinum.

 

Eygló ÓskEygló Ósk setti Íslandsmet í 200 metra baksundi á tímanum 2.14.95 en hún átti gamla metið. Það var fyrir ári síðan á EMU að hún setti fyrst Íslandsmet í þessari grein í 50 metra laug þá bætti hún met systur sinnar Jóhönnu Gerðu um 5 / 100 á tímanum 2.18.83, svo núna í vetur hefur hún bætt metið: á Bikar fór hún á 2.17.88, Grand Prix í Stokkhólmi fór hún á 2.17,83, ÍM 50 fór hún á 2.15.25 og svo núna á EMU 2.14.95.  Þetta er vel undir Invitational tíma fyrir Ól 2012en þau mörk eru 2.15.52. Þess má geta að Jakob Jóhann og Ragnheiður Ragnarsdóttir eru þau  einu auk Eyglóar Óskar sem hafa náð þessum Invitational lágmörkum.

Þetta met Eyglóar er 10. Íslandsmet hennar, 26. Stúlknametið og 86. Unglingametið.

Hún  fékk silfur verðlaun fyrir þennan árangur, besti árangur kvenna fyrir þetta mót var 6. sæti. Þrír karlar hafa verið á verðlaunapalli á EMU það eru þeir Jón Oddur Sigurðsson árið 2001 í 50 metra bringu þriðja sæti, Jakob Jóhann 200 metra bringu árið 2000 í öðru sæti, Örn Arnarson árið 1998 annað sæti í 200 metra baksundi og skriðsundi, árið 1999 í öðru sæti í 200 metra baksundi þriðja sæti í 100m baki og svo eini vinningshafi á EMU í 200 metra skriðsundi.

Þetta er mjög góður árangur okkar ungu sundmanna en þau halda á morgun til móts við A landslið Íslands í sundi í æfingabúðir í Singapoor. Þaðan fara þau á Heimsmeistaramótið í 50 metra laug í Shanghai í Kina en á það mót fara 7 íslenskir sundmenn. Þjálfari liðsins er  Ægiringurinn Jacky Pellerin.