Uppskeruhátið Ægis var haldin um helgina Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Sunnudagur, 09. febrúar 2020 20:03
84824979 1300272310164068 5771612210967085056 o

 

Uppskeruhátíð Sundfélagsins Ægis fyrir árið 2019 var haldin um helgina. Veittar voru aldursflokkaviðurkenningar og viðurkenningar fyrir ástundun. Þá var Guðrúnarbikarinn afhentur fyrir árangur í telpna- og drengjaflokkum sem og Ægisskjöldurinn til stigahæstu sundmanna félagsins.

Sjá má myndir frá hátíðinni á facebook síðu félagsins.

 

Aldursflokkaviðurkenningar fyrir 2 stigahæstu sund ársins 2019 hlutu:

Hnátur, 10 ára og yngri
Hnátumeistari Kristín Ásta Sigtryggsdóttir 336 stig
2. sæti Ellen Júlíusdóttir 272 stig
3. sæti Embla Júlía Mjöll Róbertsson 247 stig
Hnokkar, 10 ára og yngri
Hnokkameistari Sigurjón Ágúst Högnason 156 stig
2. sæti Ingibjörn Natan Guðmundsson
Meyjur, 11 - 12 ára
Meyjumeistari Embla Dögg Helgadóttir 618 stig
2. sæti Hulda Björg Magnúsdóttir Nilsen 606 stig
3. sæti Írena Mjöll Elínardóttir 502 stig
Sveinar, 11 - 12 ára
Sveinameistari Dominic Daði Wheeleer 450 stig
2. sæti Oliver Leifsson Kaldal 399 stig
3. sæti Nicolas Mark Hrafnsson 299 stig
Telpur, 13 - 14 ára
Telpnameistari Rán Björnsdóttir 909 stig
2. sæti Elisa Björnsdóttir 819 stig
3. sæti Hulda Þorkelsdóttir 716 stig
Drengir, 13 - 14 ára
Drengjameistari Stefán Ingi Ólafsson 867 stig
2. sæti Jónatan Freyr Hólmsteinsson 745 stig
3. sæti Kolbeinn Kári Jónsson 528 stig
Stúlkur, 15 - 17 ára
Stúlknameistari Emilía Sól Guðmundsdóttir 1119 stig
2. sæti Emma Kolbrún Garðarsdóttir 830 stig
Piltar, 15 - 17 ára
Piltameistari Skúli Thor Ásgeirsson 1129 stig
2. sæti Teitur Þór Ólafsson 1056 stig
3. sæti Sveinn Elí Helgason 948 stig

 

Guðrúnarbikarinn er veittur í minningu Guðrúnar Einarsdóttur fyrrum formanss foreldra- og styrktarfélags Ægis. Guðrúnarbikar er úthlutað í telpna- og drengjaflokkum.

Guðrúnarbikar telpna     Rán Björnsdóttir
Guðrúnarbikar drengja    Stefán Ingi Ólafsson

 

Ægisskjöldurinn er æðsta viðurkenning sem Ægir veitir sundfólki úr sínum röðum en þeir eru veittir í minningu Ara Jónssonar fyrrum formanns Ægis. Ægisskjöldum er úthlutað til stigahæstu sundmanna félagsins.

Ægisskjöldur kvenna   Emilía Sól Guðmundsdóttir
Ægisskjöldur karla   Skúli Thor Ásgeirsson

 

Sundfélagið Ægir óskar þessum frábæru sundmönnum til hamingju með árangurinn 2019.