Ný Gullfiskanámskeið að hefjast 13. nóvember Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Mánudagur, 05. nóvember 2018 20:14

Þriðjudaginn 13. nóvember hefjast ný Gullfiskanámskeið í Breiðholtslaug. Námskeiðin eru byrjendanámskeið ætluð börnum frá 4 ára aldri en þau eru jafnframt góður undirbúningur fyrir bæði skólasund og frekari sundþjálfun. Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum í 30 mínútur í senn í alls 10 vikur. Í boði eru 4 hópar skv. timatöflu sem sjá má hér.


Kennarar á námskeiðunum eru þær Jóhanna Hildur Hansen og Rebekka Jaferian en þær eru báðar mjög reyndar sundkonur, og sundþjálfarar.


Skráning fer fram í skráningarkerfi félagsins og hvert námskeið kostar kr. 17.900-.