Æfingarferð til Frakklands í ágúst, 2017 - staðfesting. Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Þriðjudagur, 28. febrúar 2017 20:38

Nú liggur fyrir staðfesting á því að farið verður í æfingaferð til Frakklands í ágúst á þessu ári. Ferðin er í boði fyrir þá sem verða í Silfur-, cost Gull- og Elite hópum á næsta sundári. Miðað er við aldurshópinn 13 ára á árinu og eldri í þessum hópum en sundmenn sem eru 12 ára á árinu þurfa að vera í fylgd með foreldri eða forráðamanni allan tímann.

Nánar um ferðina:

  • Æfingabúðirnar eru í Canet sem er smábær í suðurhluta Frakklands.
  • Flogið er til Barcelona þann 1. ágúst og keyrt þaðan til Canet. Flogið er heim þann 14. ágúst frá Barcelona. Samið hefur verið við flugfélagið Vueling um flug.
  • Ekið verður frá Barcelona í til Canet í rútu og tekur ferðin um 3:00 tíma. 
  • Kostnaður við ferðina verður um kr. 230 þús. og er þá miðað við að amk. 20 sundmenn fari í ferðina ásamt 2 fararstjórum og 2 þjálfurum.
  • Innifalið í kostnaði er flug, rútuferðir, gisting og allar meginmáltíðir dagsins. Þá er kostnaður vegna þjálfara og fararstjóra einnig innifalið.
  • Gist er inni á íþróttasvæðinu.
  • Þjálfarar í ferðinni verða Kristinn Jaferian og Jóhanna Hildur Hansen. Þá verður Jacky yfirþjálfari einnig á staðnum hluta ferðarinnar.
  • Aðalfararstjóri verður Lilja Ósk Björnsdóttir, formaður Ægis.

Stefnt er að því að halda foreldrafund fyrir 10 mars nk. til að kynna ferðina nánar. Fundurinn verður auglýstur sérstaklega.

Til að staðfesta þáttöku í æfingaferðinni þarf að greiða 30 þús. kr. staðfestingargjald og þarf amk. helmingur þess að greiðast eigi síðar en 12. mars nk. og síðari hluti í síðasta lagi 2. apríl. Greiðslu skal inna af hendi í skráningarkerfi félagsins (Nóra). Greiðsluáætlun fyrir restina af kostnaðinum verður lögð fram þegar fyrir liggur hversu margir skrá sig í ferðina.

Foreldraráð hefur skipulagt fjáröflunarstarf til að mæta kostnaði við ferðina. Vinsamlegast fylgist með tilkynningum um fjáraflanir.

Verið er að setja upp facebook síðu fyrir opin samskipti vegna ferðarinnar. Reiknað er með að samskipti vegna ferðarinnar verði í gegnum þessa síðu og í tölvupóstum til sundmanna, foreldra og aðstandenda.

Frekari upplýsingar veita Ásgeir Ásgeirsson ( Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. ), Lilja Ósk Björnsdóttir ( Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. ). Ef upp koma vandamál í skráningu skal leita upplýsinga á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .