Æfingaferð sumarið 2017, forskráning. Prentvæn útgáfa
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Sunnudagur, 23. október 2016 22:32
drug helvetica, sans-serif; font-size: 10pt;">Sundfélagið Ægir undirbýr æfingaferð til Frakklands sumarið 2017. Stefnt er að því að fara til Canet í suðurhluta Frakklands en æfingabúðirnar þar eru Ægiringum að góðu kunnar. Ferðin verður 12 - 14 dagar og stefnt er að því að fara á tímabilinu 28. júlí - 18. ágúst. Þeir sundmenn sem sem verða 13 ára á árinu 2017 og æfa þá með Silfur, Gull og Elite hópum eiga kost á því að fara í ferðina. Þeir sundmenn sem verða 12 ára árið 2017 og náð hafa inn í Silfurhóp geta farið í fylgd foreldris eða forráðamanns.

Kostnaður við ferðina er áætlaður um kr. 200 þús. pr. sundmann en það ætti að nægja fyrir öllum ferðum og venjulegu uppihaldi, sem og kostnaði þjálfara og fararstjóra. Í þessum kostnaði er ekki gert ráð fyrir afþreyingu eða vasapeningum. Foreldraráð Ægis skipuleggur fjáröflun til að mæta þessum kostnaði.

Við könnum nú hverjir hafa áhuga á þátttöku í þessari ferð. Viðkomandi sundmaður eða aðstandandi er beðinn um að forskrá með tölvupósti á  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Vinsamlegast látið nafn og sundhóp sundmannsins fylgja.

Á þessu stigi er skráningin ekki skuldbindandi en hún tryggir viðkomandi þátttöku í hópfargjaldi á bestu kjörum. Skila skal inn skráningu í síðasta lagi sunnudaginn 30. október. 

Stjórn og undirbúningshópur.