Sigrún Brá keppir í USA og setur Íslandsmet Prentvæn útgáfa
Föstudagur, 22. júlí 2011 08:25

Sigrún BráSigrún Brá Sverrisdóttir hefur verið í háskóla í Arkansas í USA . Hún ákvað að vera í sumarskóla í sumar og syndir með Razorback Aquatic Club.  Sigrún syndir núna á móti í Columbia, troche Missouri.

Sigrún keppti í 100skrið og 800 skrið á miðvikudag, náði sér ekki alveg á strik í 100m skrið enn synti á fínum tíma i 800m skriðsundi 9:05.20 og hafnaði í þriðja sæti, enn ísl.metið hennar er 9:00.72.

Á fimmtudag keppti hún í 200m skriðsundi og var í 5.sæti í undanrásum á 2:06.15 og endaði svo í öðru sæti í úrslitum á 2:05.32.

Á föstudag keppti Sigrún í 400m skrið, þriðja í undarásum á  4:25,88.  -  Í úrslitum synti Sigrún á 4:25.69 og endaði í fjórða sæti og rétt við hennar besta 4:24.95.  Íslandsmetið stendur þó enn síðan 1991 og er 4:22.56.

Sigrún Brá lauk svo keppni á laugardaginn með því að setja nýtt Íslandmet, 17.17,61 í 1500m skriðsundi kvenna.  Gamla metið átti Ingibjörg Arnardóttir sett árið 1992.

Til hamingju Sigrún og hlökkum til að sjá þig á klakanum í næstu viku.