AMI - Föstudgur - þriðji hluti Prentvæn útgáfa
Föstudagur, 24. júní 2011 22:53

AMI 2011Langur dagur að kveldi kominn.  Krakkarnir okkar stóðu  sig mjög vel í dag.  Fullt af flottum sundum og barátta til síðasta sunds.  Ægir leiðir stigakeppnina með 30 stiga forskoti.

Ægir 505  :  ÍRB 475.

Brynjólfur var þriðji í 100m fjórsundi Sveina á 1:24.39 og Ragnheiður systir hans er Aldurflokkameistari í 100m fjórsundi Meyja á 1:15.86.  Eiríkur Grímar var annari í 50m skriðsundi Pilta 17-18, ed Karen Sif er Aldurflokkameistari í 50m skriðsundi Stúlkna 17-18 og Guðlug Edda önnur á 27.85.

Íris Emma var önnur í 200m bringu Stúlkna 15-16 ára, Karen Sif er Aldurflokkameistari í 200m bringusundi Stúlkna 17-18 á 2:42.48 og Guðlaug Edda var önnur á 2:44.45.

Ægir var á palli í öllum boðsundum.
Sveinasveit (Hólmsteinn, Þorgils, Hilmir, Brynjólfur) þriðja sæti, 5:18.75
Meyjasveit (Steinunn, Gabríela, Rebekka, Ragnheiður) Aldurflokkameistarar, 4:45.59
Drengjasveit (Marínó, Jakob, Elvar, Baldur) Aldursflokkameistarar, 4:24.84
Telpnasveit (Paulina, Diljá, Lilja, Rebekka) annað sæti, 4:25,05
Piltasveit 15-16(Ægir, Eingar, Þengill, Sveinbjörn) annað sæti, 3:56.79
Stúlknasveit 15-16 (Íris, Jóhanna, Agla, Eygló) þriðja sæti, 4:11.99
Piltasveit 17-18 (Eiríkur, Bergþór, Sveinbjörn, Birkir) annað sæta, 2:48.53
Stúlknasviet 17-18 (Jóna, Guðlaug, Eygló, Karen Sif) Aldurflokkameistarar 4:03.48

Flottur dagur, enn það eru fullt af stigum eftir í pottinum og tveir dagar eftir.

>>> Úrslit frá AMI 2011

>>> Nokkrar myndir frá Benna og Unni.