banner_15.jpg
 
Sundfélagið Ægir
Niðurstöður aðalfundar 2019 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Sunnudagur, 31. mars 2019 09:31

Aðalfundur Sundfélagsins Ægis var haldinn 27. mars síðastsliðinn.

Nýja stjórn félagsins skipa þau: Helgi Þór Þórsson, Hildur Björk Kristjánsdóttir, Júlía Þorvaldsdóttir og Ólafur Örn Ólafsson. Þá var Ásgeir Ásgeirsson kosinn formaður.

Engar lagabreytingar lágu fyrir fundinum og lög félagsins standa því óbreytt.

Fundarstjóri var Gunnar Valur Sveinsson og Júlía Þorvaldsdóttir ritaði fundargerð: Stjórnin þakkar þeim fyrir störf sín.

Stjórnin.

 
Bleikjusýning og Krónusund 1. maí 2019 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Miðvikudagur, 24. apríl 2019 18:24

Þann 1. maí 2019 heldur Sundfélagið Ægir upp á 92 ára afmæli félagsins. 

Það er hefð fyrir því að á afmælisdegi félagsins haldi Bleikjuhópur sundsýningu og síðan verði svokallað Krónusund fyrir eldri hópa.

Krónusund er fjáröflunarsund þar sem synt er í ákveðinn tíma og sundmaður safnar áheitum á hversu marga metra hann nær að synda á þessum tíma. Lágmarks áheit er 1 kr. á hvern syntan metra. Þannig fær sundmaður sem nær að synda 1000 metra á tilskildum tíma 1000 kr. frá hverjum þeim sem heitið hafa 1 krónu á sundið, 2000 kr. hjá þeim sem heitið hafa 2 krónum á sundið. og svo framvegis. Hér er krækja á áheitablað sem sundmenn prenta út og nota til að safna áheitum en nauðsynlegt er að fá undirskrift á slíkt blað frá hverjum þeim sem heitir á viðkomandi sundmann.

Höfrungar og Laxar munu synda í 15 mínútur og Brons-, Silfur- og Gull- hópar í 30 mínútur. Skila verður inn áheitum til þjálfara í síðasta lagi á æfingu þann 30. apríl.

Bleikjusýningin hefst kl. 9:00 og Krónusundið hefst að sýningunni lokinni og verður þetta haldið í Laugardalslaug

Þjálfarar og Foreldrafélag Ægis.

 
Meistaramót Reykjavíkur 2014 - Myndir Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Laugardagur, 11. janúar 2014 22:35

Myndir frá Meistaramóti Reykjavíkur hafa nú verið settar inn á facebook síðu Ægis. Þær má finna hér. Til lukku krakkar með frábæran árangur! IMG 1987

 
Saphir 9 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mánudagur, 07. júní 2010 20:45

sullað í sjónumÍ dag hoppuðum við fram úr rúminu okkar eins og vanalega, help salve tilbúnar fyrir átök dagsins. Skelltum okkur á ljómandi góða æfingu kl.7 og svo gúrmet morgunmat eftir það. (Ekki láta ykkur bregða þó að við komum örlítið útblásnar heim því það er allt djúpsteikt eða með súkkulaði sem er á boðstólnum). Síðan hófst dagurinn fyrir alvöru. Út í grillingu, case nee segi svona. En það var nokkuð um loftfimleika á leiðinni ofan í ískalda laugina. Skelltum okkur svo aðeins í tennis. Eftir það tók hádegismaturinn við og þar fengum við jólasteik með rauðvínssósu. Svo var skellt sér á aðra æfingu sem var enn betri en sú fyrri og sólin sem hæst á lofti, try FRÁB. Besti partur dagsins var þegar við örkuðum á ströndina og öldurnar létu illum látum. Eftir það fengu allir ís, om nom nom. Þegar heim var komið tók kvöldmaturinn við og afmælisbarnið, Paulina, fékk dýrindis köku í tilefni dagsins. TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN PAULINA !! Svo fórum við upp á herbergi og skúruðum hátt og lágt og bíðum nú spenntar eftir úrslitum úr æsispennandi þrifningarkeppni.

Kær kveðja frá Mörtu, Önnu Guðrúnu og Kareni.

(Mömmur og pabbar, við elskum ykkur)

>>> Fleiri myndir frá deginum í dag.

P.s. Sigurvegarar í tiltektarkeppninni voru Karen Sif, Steinunn María og Maríanna

 
Úrslit frá ÍRB móti Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Kristrún   
Þriðjudagur, 12. maí 2015 22:42

Hér eru úrslit frá sundmóti helgarinnar þar sem yngri sundmenn félagsins sýndu hvað í þeim býr.

 

Úrslit 8 ára og yngri

Úrslit 12 ára og yngri

Úrslit 13 ára og eldri

 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Síða 5 af 200
 


WorldClass