banner_2.jpg
 
Sundfélagið Ægir
AMÍ 2017 - Starfsfólk vantar Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Þriðjudagur, 13. júní 2017 09:36

Nú styttist óðum í AMÍ og þurfum við á ykkar hjálp að halda til að þetta verði frábært mót. Það eru mörg verk sem þarf að manna. Hér fyrir neðan er krækja á skjal þar sem hægt er að skrá sig á vaktir. Þið finnið nafnið á ykkar sundmanni og vaktina sem þið viljið vinna og skráið nafnið ykkar í reitinn( þess sem vinnur vaktina ). Þeir sundmenn sem synda á AMÍ og eiga fulltrúa sem vinnur 10 tíma eða meira fær 10.000kr afslátt af mótagjaldinu sem er 22.900kr. Þeir sem eiga ekki sundmann á mótinu en vilja aðstoða okkur fá 5.000kr afslátt af æfingagjöldum næsta haust ef unnir eru 5 tímar og 10.000kr afslátt ef unnir eru 10 tímar afslátturinn getur ekki orðið hærri en 10.000kr.

Talan fyrir framan nafnið á vaktinni segir til um hversu marga þarf á þessa vakt.

  • Eldhús:      Hjálpa kokkinum, Skammta og ganga frá í sal og eldhúsi eftir matinn.
  • Skóli:         Sjá um að allt sé í lagi í skólanum t.d skipta um klósettpappír og ruslapoka.
  • Sjoppa:      Standa vaktina og gera það sem þarf í sjoppunni og sjá um kaffi fyrir dómara og tæknibúr.
  • Fararstjóri: Gistir með krökkunum og heldur utan um hópinn vekur þau og passar uppá að þau mæti á réttum tíma í laugina og í mat. Sér um bakkamat fyrir okkar lið.

Annað skýrir sig sjálft.

Krækja á vaktaskráningarskjal.
Kveðja Lilja.

 
RIG 2020 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Fimmtudagur, 16. janúar 2020 23:14
Mynd frá RIG - Reykjavik International Games.   

Sundviðburður RIG (Reykjavík International Games) verður dagana 24-26 janúar. Sjá upplýsingar hér að neðan:

Við hvetjum Ægiringa til að skrá sig í hlutverk á mótinu (sjá starfsmannaskjal), taka þátt í kaffisölu/fatasölu og í dómgæslu.

 
Uppskeruhátíð Sundfélagsins Ægis fyrir árið 2023 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ingigerður   
Sunnudagur, 18. febrúar 2024 20:06

Uppskeruhátíð Sundfélagsins Ægis fyrir árið 2023 verður haldin laugardaginn 24. febrúar nk. í sal hjá Wurth á Íslandi, Norðlingabraut 8.

Hátíðin hefst kl. 12:30 og henni lýkur um kl. 14:00. Þar veitum við verðlaun fyrir góðan árangur ársins 2023 og eigum góða stund saman. Eins og áður verður þetta Pálínuboð, það koma allir með eitthvað með sér á hlaðborð og Sundfélagið sér um drykki með.

Við hvetjum alla Ægiringa að mæta og taka þátt í þessu með okkur.


Dagskráin verður með hefðbundnu sniði:

  1. Farið yfir helstu atburði ársins 2023.
  2. Aldursflokkaviðurkenningar veittar sundmönnum fyrir árið 2023.
  3. Viðurkenningar fyrir ástundun verða veittar til sundmanna af þjálfurum.
  4. Guðrúnarbikararinn afhentur.
  5. Ægisskjöldurinn afhentur.

Til að hljóta viðurkenningu þarf sundmaður að hafa verið skráður í Sundfélagið Ægi í lok árs 2023.

Stjórn og þjálfarar.

 
2023 flott ár hjá okkur! Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ingigerður   
Föstudagur, 22. desember 2023 11:31

2023 hefur verið flott ár hjá Sundfélaginu Ægi, félagið stækkar, árangur fer vaxandi og verður betri með ári hverju og brátt verðum við komin aftur á þann stað sem félagið þekkir og hefur þekkt í gegnum áratugina.

Bikarkeppni SSÍ fór nýverið fram til að klára frábært ár. Karla og Kvennalið Ægis keppti í 1.deild í ár og var árangurinn flottur. Stúlkurnar okkar enduðu í 4.sæti og stóðu sig með prýði, fullt af flottum sundum, góðum bætingum og sterkt keppnisskap. Strákarnir enduðu í 5.sæti eftir æsispennandi keppni við ÍA um 4.sætið og ekki vantaði baráttuna og keppnisskapið þar. Allir sundmenn stóðu sig með prýði og var gaman að fá in Svanberg og Benjamín (fæddir 2012) til að fylla upp í Karlaliðið og gerðu þeir frábærlega í sínum greinum. Það skellir ekki skugga á aðra sundmenn en ég er stoltur af öllum sundmönnum okkar sem mættu til leiks í þessa keppni og stóðu sig frábærlega.

Nú er 2023 senn á enda og við tekur 2024 með öllum sínum tækifærum og möguleikum á að verða enn betri. Fullt af spennandi Ævintýrum framundan og gleði. Sundfélagið Ægir er á fullri leið að stækka við sig og gera enn betur. Ég vil enda þetta á að óska ykkur öllum gleðilegra jóla.


Með kveðju Gummi Haff

 
Herbergi: Emeraude 26 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Þriðjudagur, 08. júní 2010 20:46

Við vöknuðum klukkan 6 til þess að fara í morgunmat. Eftir það fórum við á æfingu og þar skemmtum við okkur konunglega! Þar á eftir fórum við í íbúðina til að chilla og horfa á franskt sjónvarpsefni sem við skiljum ekki orð af, sovaldi en það er betra en ekkert.

Svo fórum við í hádegismat og þar var á boðstólnum mjög einkennilegar kjötbollur sem við borðuðum með bestu lyst. Seinni æfingin var fín. Eftir að henni lauk fórum við að versla í Hyper Casíno og þar keyptum við okkur margt gott að borða.

Kvöldmaturinn var ágætur en eftirrétturinn æðislegur enda voru það Berlínarbollur. Eftir það fórum við aftur í íbúðina og hlustuðum þar á Ipod. Allt í allt finnst okkur þetta hafa verið príðisdagur Cool

Þengill og Marinó

p.s. Hæ mömmur og pabbar

 
«FyrstaFyrri12345678910NæstaSíðasta»

Síða 3 af 212
 

WorldClass