banner_7.jpg
 
Frétt


Eygló með annað Íslandsmet Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Sunnudagur, 23. október 2011 17:59

EyglóEygló Ósk Gústafsdóttir setti annað Íslandsmet í dag.  Nú í 200m baksundi.  Eygló synti á tímanum 2:11, stuff 29 og bætti sig um tæpa eina sek. Frábær árangur og lofar góðu fyrir IM-25.  Eygló sigraði einnig 100m fjórsundi.

Aðrir sem voru að ná til verðlauna voru: Guðlaug Edda var þriðja í 50m bringu, Anton Sveinn annar í 100m skriðsundi, Guðlaug Edda önnur í 200m baksundi, Brikir Snær annar í 400m skriðsundi.

Við þjálfararnir eru nokkuð sáttir við árangur helgarinnar en núna hefst svo undirbúiningur fyrir IM-25 (Íslandsmeistaramót).

>>> Úrslit frá SH-móti

 

 
Eygló með Íslandsmet á Stórmóti SH Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Laugardagur, 22. október 2011 20:16

Gull og Silfur-hópur Ægis tekur þátt í Stórmóti SH, view í Hafnafirði núna um helgina.  Fínn árangur náðist í dag á mótinu.  Nokkrir hafa bætt við sig IM-25 lágmörkum og að bætast við Köge hópinn.

Í morgun sigruðu Rebekka Jaferian 800m skrið og Birkir Snær 1500m skriðsund nokkuð örugglega fá fínum tímum.

Í seinni hlutanum gerði Eygló Ósk sér lítið fyrir og setti Íslandsmet 1:01, viagra 92 í 100m baksundi.  En fyrir það fær hún að minnsta kosti 20.000 kr.  En auk þess er þetta Stúlknamet (15-17 ára).

Eygló sigraði einnig 200m fjórsund, Guðlaug var þriðja.  Jóna var þriðja í 100 flugsundi.  Eygló var önnur í 200m skriðsundi, Guðlaug önnur í 100m baksundi.

>>>  Úrslit frá Stórmóti SH

 
Laxar og Höfrungar Ölduselslaug Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Fimmtudagur, 20. október 2011 08:02

Breytingar verða á æfingatímum og æfingastöðum Laxa og Höfrunga sem æfa í Ölduselslaug.

Viðhald í lauginni verður föstudaginn 21. og mánudaginn 24. október svo þá daga verða æfingarnar á þessa leið:

Laxar 1 og Laxar2.
Föstudag 21. okt verður æfingin í Laugardalslaug (innilaug) klukkan 18 - 19.
Mánudag 24. okt í Laugardalslaug klukkan 18.30 - 19.30.

Höfrungar mæta báða þessa daga í Breiðholtslaug klukkan 18.15 - 19.15.

Þjálfarar.

 
EXTRA-Stórmót SH, 22.-23. okt Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Þriðjudagur, 18. október 2011 11:03

Gull og Silfur hópur Ægis mun taka þátt í EXTRA-Stórmóti SH um næstu helgi.  Þetta er síðasta verkefni hjá þessum hópum fyrir Íslandsmeistaramótið (IM-25) sem fram fer um miðjan nóvember.

Nánari upplýsingar eru að finn á heimasíðu SH

>>> Keppendalisti

>>> Dagskrá mótsins

 
Stigamót Ægis 28.okt Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mánudagur, 17. október 2011 22:36

Fyrst Stigamót tímabilsins verður haldið 28.október.

Upphitun hefst klukkan 18:00  - Sundmót 18:30 - áætluð mótslok 20:30

Mótið verður með svipuðu sniði og í fyrra, medicine advice remedy enn þó með nokkrum breytingum. Markmiðið er að hafa stutt og skemmtilegt mót á æfingatíma og til þess að þjálfa krakkana upp í að taka þátt í stærri mótum.

Á næsta móti verður keppt í 25 - 50 og 100m skriðsundi og 25 - 50 og 100m baksundi.

>>> Nánari upplýsingar um Stigamótið

Samliða Stigamótinu er svo Stjörnustríð sem er hvatningakerfi fyrir yngstu sundmennina okkar.  Markmiðið með stjörnugjöfinni er að kenna krökkum að setja sér lágmörk og stefna hærra og lengra. Hægt er að næla sér í stjörnur á hvaða mót sem er, side effects medicine ekki bara á stigamótum.

>>> Nánari upplýsingar um Stjörnustríð.

Þjálfarar munu nú taka niður skráningar fyrir næsta stigamót og tilkynna sundmönnum hvaða grein þið eigið að synda.

Þeir sem taka þátt í þessu móti eru sundmenn í Brons, Höfrungum og Löxum.

 
«FyrstaFyrri121122123124125126127128129130NæstaSíðasta»

Síða 124 af 132
 

WorldClass