banner_9.jpg
 
Frétt


Frábær árangur Ægis á ÍM25 um síðustu helgi Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Þriðjudagur, 21. nóvember 2017 20:12

Kristinn Þórarinsson úr Ægi náði EM25 lágmarki þegar hann varð Íslandsmeistari í 100m fjórsundi á ÍM25 um síðustu helgi. Frábær árangur hjá Kristni sem kom til liðs við Ægi nú í sumar. Þá varð sveit Ægis skipuð þeim Kristni, Hólmsteini Skorra, Kristjáni Gylfa og Bjarti Íslandsmeistari í 4x200 metra skriðsundi og í öðru sæti í 4x100 metra fjórsundi. Þá varð Kristinn einnig Íslandsmeistari í 200 metra fjórsundi. Inga Elin Cryer varð Íslandsmeistari í 100m flugsundi og ljóst að hún hefur engu gleymt. Þá unnu þeir þeir Kristinn, Hólmsteinn, Kristján Gylfi og Bjartur til verðlauna í ýmsum greinum. Að lokum varð Eygló Ósk Gústafsdóttir sem nú keppir fyrir SK Neptun í Svíþjóð Íslandsmeistari í bæði 100m og 200m baksundi.

Til lukku Ægiringar með gott mót!

 
Undirbúningur fyrir næsta sundár Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Laugardagur, 08. júlí 2017 08:25

Kæru sundmenn í Ægi.

Nú er hafinn undirbúningur næsta sundárs.


Að venju verður félagið með sundhópa sína bæði í Breiðholtslaug og í Laugardalslaug. Í Breiðholtslaug verða Gullfiskar, Bleikjur, Laxar, Höfrungar og Bronshópar og í Laugardalslaug verða einnig Laxa-, Höfrungahópar ef næg þátttaka næst ásamt Silfur- og Gullhópum, Garpa- og Demantahópum.


Börn sem nú eru að ljúka námskeiðum í Sumarsundskólanum í Breiðholtslaug og börn sem vilja byrja að æfa sund munu eiga greiða leið inn í Gullfiska, Bleikju- eða Laxahópa Í Breiðholtslaug í haust eftir mat þjálfara.


Æfingar eldri hópa hefjast í ágúst en Gullfiskanámskeið hefjast að venju í byrjun september.


Opnað verður fyrir skráningar fljótlega í skráningarkerfi félagsins og verður það auglýst sérstaklega.


Við vonumst til að sjá ykkur öll aftur hress og kát í haust. 

Stjórn og þjálfarar.


 
Aðalfundur Sundfélagsins Ægis, 6. júní 2016 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Sunnudagur, 28. maí 2017 11:05

Aðalfundur Sundfélagsins Ægis fyrir starfsárið 2016 verður haldinn þriðjudaginn 6. júní nk. kl. 18:00 á efri hæð Laugardalslaugar. 

Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:
   1. Setning
   2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
   3. Skýrsla stjórnar um liðið starfsár.
   4. Reikningar félagsins lagðir fram.
   5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar bornir upp. 
   6. Lagabreytingar (tillögur berist minnst viku fyrir aðalfund)
   7. Ákvörðun um árgjald
   8. Kosningar:
       a) Kosning formanns til tveggja ára, ef sitjandi formaður er að ljúka starfstíma sínum.
       b) Kosning stjórnarmanna í laus stjórnarsæti til tveggja ára.
       c) Kosning endurskoðanda og eins til vara
       d) Kosning eins fulltrúa til tveggja ára í SRR
   9. Staðfesting á tilnefningum í foreldraráð.
 10. Önnur mál.

 

Formaður á eftir eitt ár af starfstíma sínum og því verður ekki kosið til formanns á þessum fundi. Kosið verður um tvö laus stjórnarsæti. Framboð til stjórnar skal senda á formann sundfélagsins fyrir fundinn á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

 

Lög og markmið félagsins má finna á heimasíðu Ægis - www.aegir.is.

 

Auk sundþjálfunar byggir starfsemi Ægis alfarið á vinnuframlagi foreldra og velunnara þess. Um er að ræða stjórnarstörf, tæknistörf, dómgæslu og vinnu í foreldraráði.

  • Vinna í foreldraráði felur m.a. í sér fararstjórn í æfingaferðum, umsjá fjáröflunar og að halda utan um félagsstarf sundhópa. Leitað er að tveimur einstaklingum fyrir hvern sundhóp félagsins til að taka að sér störf í foreldraráði. 
  • Árlega eru auglýst dómaranámskeið sem gefa réttindi til dómgæslu á sundmótum. Foreldrar eru hvattir til að sækja þau og í framhaldinu að dæma fyrir félagið. 


Foreldrar og aðrir þeir sem vilja gefa kost á sér í fyrrgreind störf vinsamlegast sendið tölvupóst á  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Stjórnin.

 
Fararstjóranámskeið Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Laugardagur, 06. maí 2017 12:17

Ágætu félagar,

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir fararstjóranámskeiði í E- sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal miðvikudaginn 10. maí og hefst námskeiðið kl.17 og stendur til 19:00. Gústaf Adolf Hjaltason mun sjá um fræðsluna og veitir hann ýmsar gagnlegar upplýsingar til handa þeim fjölmörgu foreldrum og sjálfboðaliðum sem taka að sér fararstjórn innan íþróttahreyfingarinnar. Námskeiðið verður þátttakendum að kostnaðarlausu en sætaframboð er takmarkað.

Skráning fram á slóðinni http://isi.is/fraedsla/skraning-a-fararstjoranamskeid/ .

 
Sumarsundskóli 2017 - Upplýsingar Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Miðvikudagur, 03. maí 2017 06:58

Skránining í Sumarsundskóla Ægis hefst 15. maí og námskeiðin hefjast 12. júní. Kennt verður bæði í Breiðholtslaug og í Ölduselslaug. Nánari upplýsingar um Sumarsundskólann má finna hér.

Stjórnin.

 
«FyrstaFyrri11121314151617181920NæstaSíðasta»

Síða 13 af 132
 

WorldClass