banner_2.jpg
 
Fréttir og Tikynningar :: H20 m. klór
Aðstoð vantar á TYR mót Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Þriðjudagur, 04. október 2016 21:24

TYR mót Ægis verður haldið í Laugardalslaug nk. laugardag (sjá hér). Mótið er einn af þeim viðburðum á sunddagatalinu sem Ægir hefur umsjón með og er mótið jafnframt ein helsta fjáröflunarleið félagsins. Við óskum eftir aðstoð foreldra á mótinu í eftirtalin hlutverk:

  • Aðstoð í riðlaherbergi
  • Umsjá verðlauna
  • Hlaupara til að hengja upp úrslit og sinna viðvikum
  • Aðstoða dómara á hnappa verði þess óskað á mótinu

Foreldraráð félagsins mun sinna veitingasölu á mótinu og er aðstoð við veitingar og veitingasölu vel þegin. 

Vinsamlegast hafið samband á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. til að bjóða fram aðstoð.

Stjórnin.

 
Dómaranámskeið 22. september Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Fimmtudagur, 15. september 2016 19:25

Dómaranámskeið verður haldið fimmtudaginn 22.september n.k.

Bókleg kennsla fer fram í Pálsstofu á efri hæð Laugardalslaugar frá kl. 18:00 – 22:00 en verkleg kennsla fer fram á Ármannsmótinu helgina 24. – 25. September.

Stjórnin hvetur alla foreldra að taka þátt í sundiðkun barna sinna og efla starf sundfélagsins með því að sækja dómaranámskeið.

Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.   í síðasta lagi mánudaginn 19. september.

 
Leiðbeiningar fyrir skráningu á skráningarvef Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Laugardagur, 27. ágúst 2016 08:47

Gefnar hafa verið út nýjar leiðbeiningar fyrir skráningu á skráningarvef Ægis. Til að skrá sundmann á æfingar skal smella á hlekkinn "Skráning og greiðsla æfingagjalda" hér til vinstri á síðunni. Þar má finna frekari upplýsingar og leiðbeiningar fyrir skráningarvefinn. Við hetjum alla til að skrá sig sem fyrst.

Stjórnin.

 
Eygló syndir 200m baksund í dag Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Fimmtudagur, 11. ágúst 2016 07:58

Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir í dag 200m baksund á Ólympiuleikunum í Río en það er hennar sterkasta grein. Við sendum Eygló baráttukveðjur fyrir þetta sund. Með henni á leikunum er Jacky Pellerin yfirþjálfari Ægis og landsliðsþjálfari. Morgunblaðið tók saman skemmtilega nærmynd af Eygló sem skoða má hér.

Anton Sveinn McKee úr Ægi hefur lokið keppni á leikunum með ágætum árangri en hann var aðeins fáeinum sekúndubrotum frá því að komast í undanúrslit í 200 m bringusundi.

Þá óskum við Hrafnhildi Luthersdóttur úr SH innilega til hamingju með glæsilegan árangur á Ólympíuleikunum en hún lauk keppni í nótt.

Stjórnin.

 
AMÍ 2016 - Fararstjóra vantar Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Sunnudagur, 19. júní 2016 22:07

Nú líður senn að AMÍ en mótið verður haldið um næstu helgi. Vel gengur að manna fararstjóra fyrir dagvaktir og næturvaktir fyrir stelpurnar. ENN VANTAR AÐ MANNA NÆTURVAKTIR FYRIR STRÁKANA. Okkur vantar ábyrgðarfulla feður til að taka að sér næturvaktir á mótinu. Vinsamlegast hafið samband á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Sjá nánar vaktafyrirkomulag neðar í fréttunum á síðunni.

Stjórnin.

 
«FyrstaFyrri11121314151617181920NæstaSíðasta»

Síða 17 af 132
 

WorldClass