Fréttir og Tikynningar :: H20 m. klór
Dómara vantar á TYR mót |
|
|
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson
|
Þriðjudagur, 04. október 2016 21:41 |
Stjórnin biðlar til þeirra Ægiringa sem hafa dómararéttindi að leggja félaginu lið á laugardag en þá verður TYR mót félagsins haldið. Félagið á fáa sunddómara og því mikilvægt að allir þeir sem vetlingi geta valdið á laugardag gefi kost á sér til dómgæslu. Vinsamlegast skráið ykkur hjá Ingibjörgu Ýri Pálmadóttur á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
.
Stjórnin. |
|
Aðstoð vantar á TYR mót |
|
|
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson
|
Þriðjudagur, 04. október 2016 21:24 |
TYR mót Ægis verður haldið í Laugardalslaug nk. laugardag (sjá hér). Mótið er einn af þeim viðburðum á sunddagatalinu sem Ægir hefur umsjón með og er mótið jafnframt ein helsta fjáröflunarleið félagsins. Við óskum eftir aðstoð foreldra á mótinu í eftirtalin hlutverk:
- Aðstoð í riðlaherbergi
- Umsjá verðlauna
- Hlaupara til að hengja upp úrslit og sinna viðvikum
- Aðstoða dómara á hnappa verði þess óskað á mótinu
Foreldraráð félagsins mun sinna veitingasölu á mótinu og er aðstoð við veitingar og veitingasölu vel þegin.
Vinsamlegast hafið samband á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
til að bjóða fram aðstoð.
Stjórnin. |
Dómaranámskeið 22. september |
|
|
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson
|
Fimmtudagur, 15. september 2016 19:25 |
Dómaranámskeið verður haldið fimmtudaginn 22.september n.k.
Bókleg kennsla fer fram í Pálsstofu á efri hæð Laugardalslaugar frá kl. 18:00 – 22:00 en verkleg kennsla fer fram á Ármannsmótinu helgina 24. – 25. September.
Stjórnin hvetur alla foreldra að taka þátt í sundiðkun barna sinna og efla starf sundfélagsins með því að sækja dómaranámskeið.
Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
í síðasta lagi mánudaginn 19. september. |
Leiðbeiningar fyrir skráningu á skráningarvef |
|
|
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson
|
Laugardagur, 27. ágúst 2016 08:47 |
Gefnar hafa verið út nýjar leiðbeiningar fyrir skráningu á skráningarvef Ægis. Til að skrá sundmann á æfingar skal smella á hlekkinn "Skráning og greiðsla æfingagjalda" hér til vinstri á síðunni. Þar má finna frekari upplýsingar og leiðbeiningar fyrir skráningarvefinn. Við hetjum alla til að skrá sig sem fyrst.
Stjórnin. |
Eygló syndir 200m baksund í dag |
|
|
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson
|
Fimmtudagur, 11. ágúst 2016 07:58 |
Eygló Ósk Gústafsdóttir syndir í dag 200m baksund á Ólympiuleikunum í Río en það er hennar sterkasta grein. Við sendum Eygló baráttukveðjur fyrir þetta sund. Með henni á leikunum er Jacky Pellerin yfirþjálfari Ægis og landsliðsþjálfari. Morgunblaðið tók saman skemmtilega nærmynd af Eygló sem skoða má hér.
Anton Sveinn McKee úr Ægi hefur lokið keppni á leikunum með ágætum árangri en hann var aðeins fáeinum sekúndubrotum frá því að komast í undanúrslit í 200 m bringusundi.
Þá óskum við Hrafnhildi Luthersdóttur úr SH innilega til hamingju með glæsilegan árangur á Ólympíuleikunum en hún lauk keppni í nótt.
Stjórnin. |
|
|
|
|
Síða 13 af 128 |