banner_13.jpg
 
Fréttir og Tikynningar :: H20 m. klór
Við minnum á uppskeruhátíðina á laugardag Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Miðvikudagur, 11. apríl 2018 16:39

Uppskeruhátíð Sundfélagsins Ægis fyrir árið 2017 verður haldin laugardaginn 14. apríl í Laugalækjarskóla.

Hátíðin hefst kl. 12:30 og henni líkur um kl. 14:30. Hátíðin er fyrir sundmenn félagsins og aðstandendur þeirra, allt frá Bleikjum og upp í Gullhóp.

 

Að venju óskum við eftir stuðningi frá foreldrum til að koma með veitingar á sameiginlegt hlaðborð. Ægir leggur til kaffi og aðra drykki.

 

Stjórnin.

 
Skráningar sundmanna á vormisseri 2018 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Mánudagur, 29. janúar 2018 20:22

Við viljum beina þeim tilmælum til foreldra og forráðamanna sem ekki hafa skráð börn sín að ljúka skráningu fyrir vormisseri án tafar og í síðasta lagi fyrir lok janúar. Við minnum á að í skráningarkerfinu er hægt að nýta frístundastyrk sveitafélaga og skipta greiðslum ef þess er óskað.

Stjórnin.

 
Dómara vantar á Reykjavíkurmeistaramót Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Fimmtudagur, 11. janúar 2018 21:12
Kæru dómarar 
 
Sundráð Reykjavíkur óskar eftir liðsinni dómara á daga 12. og 13. janúar næstkomandi. Þeir sem hafa tök á að liðsinna okkur 
 
Sjá tímasetningu hér fyrir neðan.
 
Föstudagur:           1.hluti         upphitun kl 16:00 -  keppni 17:00  Mæting dómara  kl 16:30
Laugardagur:         2.hluti         upphitun  kl 08:10 - keppni 09:15  Mæting dómara  Kl 08:45
Laugardagur:         3.hluti         upphitun  kl 15:00 - keppni 16:00  Mæting dómara kl 15:30

 
Skráning í sundhópa á vormisseri 2018 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Föstudagur, 05. janúar 2018 13:52

Nú eru skráningar hafnar í alla hópa á vormisseri 2018 á skráningarvef félagsins. Mikil ásókn er í yngstu hópana þannig að við hvetjum forleldra og aðstandendur til að skrá börnin sem fyrst. Þá er mikilvægt að fylgjast með samskiptasíðum sundhópanna á facebook, með tölvupóstum frá þjálfurum og fréttum af heimasíðu félagsins þar sem æfingataflan getur tekið breytingum.

Stjórn og þjálfarar.

 
Jólamót Ægis á sunnudag Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Miðvikudagur, 06. desember 2017 21:18

Jólamót Ægis verður haldið sunnudaginn 10. desember í Laugardalslaug. Mótið er tvískipt og hefst með 800 og 1500 metra skriðsundi hjá eldri hópum en síðan er farið í styttri greinar. Dagskrá mótsins er sem hér segir:

Fyrri hluti: 

  • Upphitun hefst kl. 08:00
  • Mót hefst kl. 08:30 
    • 800 metra skriðsund
    • 1500 metra skriðsund
Seinni hluti:
  • jólasveinnUpphitun hefst kl. 9:00 í innri hluta laugarinnar
  • Sundsýning Bleikja 9:30 eða strax að loknum fyrri hluta
    • Mót hefst að lokinni sundsýningu:
      • 25 metra baksund
      • 50 metra baksund
      • 25 metra bringusund
      • 50 metra bringusund
      • 50 metra skriðsund
      • 100 metra skriðsund
      • 25 metra flugsund
      • 50 metra flugsund
      • 100 metra fjórsund
    • Móti lýkur um kl. 12:00.
    Tímataka og dómgæsla verður á mótinu.

    Þetta er stórskemmtilegt innanfélagsmót þar sem flestir sundhópar taka þátt og börn í yngstu hópunum fá að stíga sín fyrstu spor á sundmóti. Þátttakendur verða úr Bleikjum, Löxum, Höfrungum, Brons, Silfur og Gull hópum. Foreldarar taka þátt í mótshaldinu með því að hjálpa til við tímatöku.

    Þjálfarar ræða við sundmenn um þátttöku og greinar og senda skilaboð til foreldra. 

     
    «FyrstaFyrri11121314151617181920NæstaSíðasta»

    Síða 12 af 132
     

    WorldClass