banner_7.jpg
 
Fréttir og Tikynningar :: H20 m. klór
Niðurstaða Aðalfundar 2018 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Fimmtudagur, 03. maí 2018 17:12

Aðalfundur Sundfélagsins Ægis var haldinn miðvikudaginn 2. maí 2018.

Helstu niðurstöður fundarins urðu þær að Lilja Ósk Björnsdóttir var endurkjörinn formaður félagsins til tveggja ára og Helgi Þór Þórsson var sjáflkjörinn í stjórn í stað Pálu Þórisdóttur sem lokið hefur starfstíma sínum. Þá var Ólafur Örn Ólafsson var endurkjörinn í stjórnina til tveggja ára og þau Ásgeir Ásgeirsson og Júlía Þorvaldsdóttir sitja áfram en þau eiga eitt ár eftir af kjörtímabili sínu. Stjórnin hefur ekki skipt með sér verkum. Þá var Hólmsteinn Ingi Halldórsson kjörinn skoðunarmaður reikninga og Guðni Einarsson til vara.

Skýrsla stjórnar var kynnt og samþykkt. Reikningar félagsins voru birtir skömmu fyrir fundinn og voru samþykktir með fyrirvara um áritun skoðunarmanns.

Lög félagsins haldast óbreytt næsta árið en stjórninni var falið að endurskoða og endurskrifa lögin í heild sinni á komandi starfsári. Þá var stjórninni falið að setja sér stefnu og starfsreglur í samskiptum við félagsmenn og notkun samfélagsmiðla. Tengt þessu þarf að taka mið af nýjum persónuverndarlögum sem taka gildi 24. maí nk. Þá komu ábendingar um að uppfæra þyrfti heimasíðu félagsins.

Stjórn Sundfélagsins Ægis þakkar Pálu Þórisdóttur sértaklega fyrir öflugt og óeigingjarnt starf í þágu félagsins undanfarin 2 ár.

Fundinn sóttu um 20 manns. Fundarstjóri var Gunnar Valur Sveinsson, fyrrum formaður félagsins og ritari var Júlía Þórvaldsdóttir.

Stjórnin.

 
Ægir ræður yfirþjálfara Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Mánudagur, 23. apríl 2018 15:32

GSH

Sundfélagið Ægir hefur ráðið Guðmund Svein Hafþórsson sem yfirþjálfara félagsins frá 1. ágúst næstkomandi.

Lesa meira ...

 

 

 
Jacky hættir sem Yfirþjálfari Ægis Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Sunnudagur, 22. apríl 2018 21:51

Að loknu Íslandsmeistaramóti í dag tilkynnti Jacky Pellerin sundmönnum Ægis að þetta hafi verið hans síðasta stórmót sem yfirþjálfari félagsins og að hann muni láta af störfum eftir yfirstandandi sundár.

Jacky hefur starfað sem yfirþjálfari sundfélagsins Ægis frá árinu 2007 og þjálfað marga af helstu afreksmönnum þess. Hann skilar góðu búi og er gaman að geta þess að Ægir sótti fjölda íslandsmeistaratitla um helgina og verðlaun. 

Stjórn Ægis þakkar Jacky gott samstarf á liðnum árum og óskar honum alls góðs á nýjum vettvangi.

Boðið verður upp á fund fyrir sundmenn og aðstandendur þeirra á morgun klukkan 18:00 á efri hæð Laugardalslaugar með stjórn félagsins og þjálfurum.

Stjórnin.

 
Bleikjusýning og Krónusund, 1. maí. Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Laugardagur, 21. apríl 2018 22:19

Þann 1. maí 2018 heldur Sundfélagið Ægir upp á 91 árs afmæli félagsins. 

Það er hefð fyrir því að á afmælisdegi félagsins sé haldin sundsýning yngstu hópa eða Bleikjuhhópa og svokallað Krónusund eldri hópa. Krónusund er fjáröflunarsund þar sem synt er í ákveðinn tíma og sundmaður safnar áheitum á hversu marga metra hann nær að synda á þessum tíma. Lágmarks áheit er 1 kr. á hvern syntan metra. Þannig fær sundmaður sem nær að synda 1000 metra á tilskildum tíma 1000 kr. frá hverjum þeim sem heitið hafa 1 krónu á sundið, 2000 kr. hjá þeim sem heitið hafa 2 krónum á sundið. og svo framvegis. Hér er krækja á áheitablað sem sundmenn prenta út og nota til að safna áheitum en nauðsynlegt er að fá undirskrift á slíkt blað frá hverjum þeim sem heitir á viðkomandi sundmann.

Höfrungar og Laxar munu synda í 15 mínútur og Brons-, Silfur- og Gull- hópar í 30 mínútur. Skila verður inn áheitum til þjálfara í síðasta lagi á æfingu þann 28. apríl.

Bleikjusýningin hefst kl. 9:00 og Krónusundið hefst að sýningunni lokinni og verður þetta haldið í Laugardalslaug. 

Þjálfarar og Foreldrafélag Ægis.

 
Aðalfundur Sundfélagsins Ægis 2018 Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Ásgeir Ásgeirsson   
Laugardagur, 21. apríl 2018 22:04

Aðalfundur Sundfélagsins Ægis verður haldinn þriðjudaginn 2. maí nk. kl. 18:30 á efri hæð Laugardalslaugar. 

Dagskrá aðalfundar er sem hér segir:
   1. Setning
   2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
   3. Skýrsla stjórnar um liðið starfsár.
   4. Reikningar félagsins lagðir fram.
   5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar bornir upp. 
   6. Lagabreytingar (tillögur berist minnst viku fyrir aðalfund)
   7. Ákvörðun um árgjald
   8. Kosningar:
       a) Kosning formanns til tveggja ára, ef sitjandi formaður er að ljúka starfstíma sínum.
       b) Kosning stjórnarmanna í laus stjórnarsæti til tveggja ára.
       c) Kosning endurskoðanda og eins til vara
       d) Kosning eins fulltrúa til tveggja ára í SRR
   9. Staðfesting á tilnefningum í foreldraráð.
 10. Önnur mál.

 

Í ár verður kosið til formanns og um tvö stjórnarsæti. Framboð til formanns og stjórnar skal tilkynna fyrir fundinn á  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .


Lög og markmið Ægis má finna á heimasíðu félagsins. Tillögur um breytingar á lögum skulu berast formanni á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . minnst þremur dögum fyrir fundinn.


Auk sundþjálfunar byggir starfsemi Ægis alfarið á vinnuframlagi foreldra og velunnara þess. Auk stjórnarstarfa er um að ræða tæknistörf, dómgæslu og vinnu í foreldraráði.

  • Vinna í foreldraráði felur m.a. í sér fararstjórn í æfingaferðum, umsjá fjáröflunar og að halda utan um félagsstarf sundhópa. Leitað er að tveimur einstaklingum fyrir hvern sundhóp félagsins til að taka að sér störf í foreldraráði. 
  • Árlega eru auglýst dómaranámskeið sem gefa réttindi til dómgæslu á sundmótum. Foreldrar eru hvattir til að sækja þau og í framhaldinu að dæma fyrir félagið. 


Foreldrar og aðrir þeir sem vilja gefa kost á sér í fyrrgreind störf vinsamlegast sendið tölvupóst á  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Stjórnin.

 
«FyrstaFyrri11121314151617181920NæstaSíðasta»

Síða 11 af 132
 

WorldClass