banner_5.jpg
 
Þrír nýir Ægiringar Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Skrifað af: Administrator   
Þriðjudagur, 16. desember 2008 20:58

Þrír vaskir sundmenn hafa nú gengið til liðs við Sundfélagið Ægir í Desember mánuði.  Það er mikill heiður og góður styrkur fyrir félagið að fá þessa sterku sundmenn til leiks.  Nú verður ennþá meiri barátta að komast í boðsundsveitir og meiri keppni á æfingum.

Þessir sundmenn eru:

Eyþór Þrastarson


Eyþór Þrastarson

Er margfaldur íslandsmeistari í flokki blindra.

Hann fór á Ólympíueika fatlaðra í Peking nú í lok sumars og stóð sig þar mjög vel. Keppti til úrslita í flokki S11 í 400m skriðsundi en auk þess synti hann 100m baksund.

Eyþór hefur æft undanfarin ár með  IFR og kemur til Ægis til að fá meiri keppni á æfingum. Hann á að baki langan og glæsilegar feril sem sundmaður í heimsklassa og stefnir á stóra hluti í framtíðinni.

 Sigrún Brá

 

Sigrún Brá Sverrisdóttir

Er margfaldur Aldursflokka og Íslandsmeistari í sundi.

Sigrún keppti á sínum frystu Ólympíuleikum í Peking í sumar og er nú nýkomin heim af Evrópumóti í sundi þar sem hún setti tvö ný Íslandsmet í 400m skriðsund, 4:17,09 og 200m skriðsund, 1:59,45.  Auk þess synti hún á sínum bestu tímum í 50 og 100m skriðsundi.

Sigrún kemur frá Sunddeild Fjölnis þar sem hún hefur synt síðan hún var 10 ára gömul undir handleiðslu Ólafs Þórs Gunnlaugssonar.  Hér er á ferðinni hörku duglegur sundmaður sem á eftir að styrkja boðsundsliðið okkar verulega.


Sigurður Örn
Sigurður Örn Ragnarsson

Er einn besti sundmaður sem Sunddeild Aftureldingar hefur alið í mörg ár.

Sigurður var kosinn Sundmaður Aftureldingar 2007. Hann var að synda til verðlauna í sumar á Aldurflokkamóti Íslands (AMÍ) í Piltaflokki 17-18 ára.  Á Íslandsmeistaramótinu (ÍM 25) keppti hann til úrslita í fjölda greinum og var þar að berjast um verðlaunasæti.

Sigurður hefur mætt á nokkrar æfingar hjá okkur í vetur og sýnt það og sannað að hann er hörku duglegur og efnilegur sundmaður.

 
 

WorldClass