banner_2.jpg
 
IM-25 Sunnudagur Úrslit Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mánudagur, 15. nóvember 2010 10:01

view avant garde;">Eitt Íslands og Stúlknamet - Fimm Íslandsmeistaratittlar, medical   2 Silfur, treat 3 Brons

Eygló Ósk Gústafsdóttir setti nýtt Íslandsmet (og stúlknamet) í 200m baksundi er hún  synti á tímanum 2:12,38.  Glæsilegur tími og það verður gaman að sjá hvað Eygló gerir á NMU.    Anton Sveinn McKee sigraði tvær greinar.  Hann sigraði 200m fjórsund ásamt Hrafni frá SH en þeir komu inn á nákvæmlega sama tíma eftir æsi spennandi lokasprett hjá Antoni.  Þá sigraði  Anton Sveinn einnig nokkuð örugglega 400m skriðsund á flottum tía 4:02.94.  Jakob Jóhann Sveinsson sigraði 50m bringusund örugglega fínum tíma 28,03.  Að lokum sigraði Kvennasveitin okkar 4x100m skriðsund eftir rosalegan endasprett hjá Jóhönnu Gerðu.

Í 50m skriðsundi varð Karen Sif í þriðja sæti á tímanum 28,68

Í 200m Fjórsundi var Steinunn María í 4.sæti, Paulina í 5.sæti og Maríanna í 6.sæti.  Góð barátta hjá þeim öllum þremur og Steinunn María aðeins hársbreidd frá bronsinu.  Í Karlaflokki deildu þeir Anton Sveinn og Hrafn úr SH fyrsta sætinu á 2:07,92. Sigurður Örn varð í 5.sæti og Sveinbjörn í 6.sæti með góða bætingu 2:17,54.

Í 50m bringusundi var Karen Sif önnur á tímanum 33:30 og Íris Emma varð í 5.sæti 37,21 og voru þær báðar að bæta  sína bestu tíma.  Í Karlaflokki sigraði Jakob Jóhann örugglega á 28.03.

Karen Sif var svo enn og aftur á ferðinni í 400m skriðsund, rétt ný komin úr 50m bringu og varð í öðru sæti á  4:27.54 og bætti sinn besta tíma.  Rebekka varð í 4.sæti á 4:37,56 og Jóna Björk í 5.sæti á 4:40,91, Maríanna í 7.sæti á 4:51,91 og Lilja í 8.sæti 4:56,6. Alls átti því Ægir 5 af 8 keppendum í úrslitum.  Í karlaflokki sigraði Anton Sveinn örugglega á 4:02,94, Sigurður Örn var þriðji á 4:11,02, Birkir Snær í 5.sæti á 4:17,63.

Í 100m flugsundi áttum við einn fulltrúa í úrslitum það var Sveinbjörn Pálmi sem bætti sinn besta tíma er hann hafnaði í 8.sæti á 1:02,77.

Í 200m baksundi setti Eygló Ósk glæsilegt Íslandsmet í 200m baksundi, 2:12,38 og Jóhanna Gerða var önnur á 2:18.73.

Þá var það loka greinin 4x100m skriðsund boðsund.  Þar sigruðu Ægis-stúlkurnar (Eygló Ósk, Karen Sif, Steinunn María og Jóhanna Gerða) eftir æsi spennandi keppni við SH.  Í Karlaflokki höfnuðu Ægiringa í öðru sæti eftir í æsi spennandi keppni við SH og ÍA.  Sveitina skipuðu (Sigurður Örn, Eiríkur Grímar, Jakob Jóhann og Anton Sveinn).

 
 

WorldClass